Bleika morgunþruman sem börnin elska

Bleikur og stundum smá fjólublár ef bláberin eru í meirihluta.
Bleikur og stundum smá fjólublár ef bláberin eru í meirihluta. mbl.is/TM

Dóttir mín er á bleikatímabilinu. Það er að segja allt sem er bleikt er best. Það á líka við um mat! Bleikur ofurdrykkur er því það allra vinsælasta á heimilinu og myndi sú stutta drekka hann í öll mál ef það væri í boði. Við foreldrarnir gerum bleiku þrumunni einnig góð skil enda er hún meinholl, próteinrík og uppfull af andoxunarefnum og orku! 

Bleika þruman 
- fyrir 3 

200 g hreint skyr 
1 stór, vel þroskaður banani
100 g frosin ber (t.d jarðaber og bláber)
1 dl rauðrófusafi 
1 dl möndlumjólk eða vatn 
1 dl vatn 
3 ferskar döðlur
Nokkrir klakar 

Allt sett í blandara og blandað uns kekkjalaust.

Ef fólk vill þynnri eða þykkari drykk eða gera ofurskál (borða drykkinn með skeið) er sett minni eða meiri vökvi eftir smekk.

Svo er hér sniðug leið til að fá börn til að borða meiri fisk - lita hann ! 

Orka dagsins sem gerir kroppnum virkilega gott.
Orka dagsins sem gerir kroppnum virkilega gott. mbl.is/TM
Húslesturinn yfir morgunverðinum. Ekki þíðir annað en að hefja vorverkin …
Húslesturinn yfir morgunverðinum. Ekki þíðir annað en að hefja vorverkin fljótlega. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert