Bleika morgunþruman sem börnin elska

Bleikur og stundum smá fjólublár ef bláberin eru í meirihluta.
Bleikur og stundum smá fjólublár ef bláberin eru í meirihluta. mbl.is/TM

Dótt­ir mín er á bleika­tíma­bil­inu. Það er að segja allt sem er bleikt er best. Það á líka við um mat! Bleik­ur of­ur­drykk­ur er því það allra vin­sæl­asta á heim­il­inu og myndi sú stutta drekka hann í öll mál ef það væri í boði. Við for­eldr­arn­ir ger­um bleiku þrum­unni einnig góð skil enda er hún mein­holl, prótein­rík og upp­full af andoxun­ar­efn­um og orku! 

Bleika þrum­an 
- fyr­ir 3 

200 g hreint skyr 
1 stór, vel þroskaður ban­ani
100 g fros­in ber (t.d jarðaber og blá­ber)
1 dl rauðróf­usafi 
1 dl möndl­umjólk eða vatn 
1 dl vatn 
3 fersk­ar döðlur
Nokkr­ir klak­ar 

Allt sett í bland­ara og blandað uns kekkjalaust.

Ef fólk vill þynnri eða þykk­ari drykk eða gera of­ur­skál (borða drykk­inn með skeið) er sett minni eða meiri vökvi eft­ir smekk.

Svo er hér sniðug leið til að fá börn til að borða meiri fisk - lita hann ! 

Orka dagsins sem gerir kroppnum virkilega gott.
Orka dags­ins sem ger­ir kroppn­um virki­lega gott. mbl.is/​TM
Húslesturinn yfir morgunverðinum. Ekki þíðir annað en að hefja vorverkin …
Hús­lest­ur­inn yfir morg­un­verðinum. Ekki þíðir annað en að hefja vor­verk­in fljót­lega. mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert