Eldbökuð pítsa með beikoni, döðlum og gráðosti

Ásdís Ásgeirsdóttir

Pítsur eru það sem gerir líðfið betra og hér gefur að líta dásamlega uppskrift sem ætti að fá bragðlaukana til að titra af eftirvæntingu. Ekki að það hljómi neitt sérstaklega girnilegt en þið sjáið vonandi hvert verið er að fara með þessu.

Þessi uppskrift kemur frá sómahjónunum Laufey og Elvari sem reka brugghúsið og veitingastaðinn Ölverk í Hveragerði. Þetta er uppskrift sem getur ekki klikkað en ef þið eigið ekki eldofn er óþarfi að örvænta. Bakið bara í hefðbundnum ofni en gott getur verið að forbarka deigið aðeins.

Pizzadeig

  • 400 g hveiti, helst „00“
  • 250 ml vatn
  • 10 g salt
  • 1.5 g ger

Aðferð:

  1. Blandið volgu vatni (við stofuhita) við gerið og leyfið að liggja í 10 mínútur.
  2. Setjið salt út í vatnið og hrærið vel saman.
  3. Vigtið hveitið í skál og hellið svo vatninu saman við hveitið og blandið saman.
  4. Þegar þetta er komið ágætlega saman veltið þessu úr skálinni og hnoðið á borði í 10 mínútur.
  5. Setjið aftur í skálina og látið hefast í 1 klukkustund við stofuhita.
  6. Takið deigið aftur úr skálinni og skiptið í þrennt og mótið kúlur úr því.
  7. Geymið kúlurnar undir rökum klút í minnst 2 tíma en allt að 4 tímum.
  8. Stillið ofninn á hæsta hita og hafið blástur á. Setjið ofnplötu neðst í ofninn sem snýr öfugt. Kveikið á ofni 40 mínútum áður en pítsa er sett inn. Gott er að setja pítsuna á smjörpappír og trébretti áður en hún fer í ofn.

Áleggið

  • pizzasósa að eigin vali
  • rifinn mozzarella ostur
  • niðurskornar beikonsneiðar
  • döðlur, skornar í smá bita
  • mulinn gráðostur, eftir smekk

Setjið áleggið á pítsuna í þessari röð: sósa, ostur, gráðostur, beikon og döðlur. Rennið pítsunni svo inn í ofninn af trébrettinu. Takið hana út þegar þið sjáið að hún er tilbúin.

Flippaðar pítsur með ölinu. Hjónin Laufey og Elvar eru samstiga …
Flippaðar pítsur með ölinu. Hjónin Laufey og Elvar eru samstiga í vinnunni en saman eiga þau Ölverk. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert