Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat sem bragð er að!

mbl.is/Linda Ben

Linda Ben er flinkari en flest­ir í að mat­búa og þetta kjúk­linga­sal­at hitt­ir al­gjör­lega í mark. Það er í senn fljót­legt, fal­legt og bráðhollt og meira biðjum við ekki um!

Mat­ar­bloggið henn­ar Lindu er hægt að nálg­ast hér: Linda Ben

Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat sem bragð er að!

Vista Prenta

Ein­falt og fljót­legt kjúk­linga­sal­at sem bragð er að!

  • 1 poki veislu­sal­at (100 g)
  • 2 kjúk­linga­bring­ur
  • 1 stórt avo­ka­dó eða 2 lít­il
  • 1/​2 ag­úrka
  • 1 krukka feta­ost­ur frá Örnu mjólk­ur­vör­um
  • 1/​2 granatepli

Aðferð:

  1. Skolið sal­atið og þerrið í eld­húspapp­ír eða sal­at vindu. Raðið sal­at­inu á disk.
  2. Skerið elduðu kjúk­linga­bring­urn­ar niður í bita stóra bita og raðið á sal­atið. Ef þið notið hrá­ar kjúk­linga­bring­ur þá skerið þær niður í bita, kryddið með upp­á­haldskjúk­lingakrydd­inu ykk­ar og steikið þær svo þar til bitarn­ir eru eldaðir í gegn.
  3. Skerið avo­ka­dóið og ag­úrk­una niður í bita stóra bita og raðið yfir.
  4. Setjið feta­ost­inn yfir sal­atið með ol­í­unni.
  5. Takið fræ­in úr hálfu granatepli og raðið yfir sal­atið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert