Hin fullkomna bjórostadýfa

Hver fær staðist þessa dásemd?
Hver fær staðist þessa dásemd? Ásdís Ásgeirsdóttir
Bjórosta­dýfa er dá­sam­legt fyr­ir­bæri en reynd­ar er allt sem inni­held­ur ost frem­ur frá­bært. Þessi upp­skrift kem­ur frá sóma­hjón­un­um, Lauf­ey og Elvari á veit­ingastaðnum og brugg­hús­inu Ölveri í Hvera­gerði.
Sér­lega djúsí og ekki gleyma lauksult­unni en upp­skrift­ina er að finna neðst. Lauksulta er heppi­leg á nán­ast hvað sem er og í miklu upp­á­haldi hjá mörg­um.

Hin fullkomna bjórostadýfa

Vista Prenta
Ölverk bjórosta­dýfa
  • 100 g rjóma­ost­ur
  • 10 g maj­ónes
  • 10 g rif­inn ost­ur, t.d. tind­ur, ís­búi eða pizza-ost­ur
  • 1 msk epla­e­dik
  • dass pip­ar mul­inn
  • 5 g Ölverk lauksulta (sjá hliðar­upp­skrift)

Aðferð:

  1. Setjið allt í skál og blandið sam­an með hönd­un­um.
  2. Setjið í eld­fast mót og stráið auka osti yfir og bakið á blæstri við 200°C þar til þetta fer að „búbbla“.
  3. Mjög gott með Pretzel eða jafn­vel nachos flög­um.

Og hér er upp­skrift­in af lauksutl­unni:

Prenta

Ölverk lauksulta

  • 200 g rauðlauk­ur
  • 50 g púður­syk­ur
  • 5 g olía
  • 1,2 g salt
  • 1 dl af bjór
  • dass af pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið lauk í 3 mm sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið svo lauk og salt út í. Steikið hann þar til hann er gegn­sær, í u.þ.b. 10 mín­út­ur.
  2. Bætið bjór út í og næst er sykr­in­um hrært sam­an við. Sjóðið þar til nán­ast all­ur bjór er gufaður upp, eða í u.þ.b. klukku­tíma. Hrærið reglu­lega í pott­in­um. Smakkið til með salti og pip­ar.
  3. Það má nota hvaða bjór sem er í sult­una en best er að nota vandaðan kraft­bjór frá ís­lensku ör­brugg­húsi.
  4. Þessi sulta er einnig góð með mörg­um ost­um, á ham­borg­ar­ann eða með ostapítsu.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert