Mexíkóbrauðrétturinn sem tryllti lýðinn

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mexíkóar hafa hingað til ekki þótt mikilir afreksmenn á sviði brauðréttagerðar en það er mögulega að breytast. Hin eina sanna Tobba Marínósdóttir, virðulegur ritstjóri Matarvefsins, tefldi fram þessum etníska meistaraverki í brautertueinvígi aldarinnar og uppskar mikið lof fyrir.

Sjálf segir Tobba að ásetningur hennar hafi verið (fyrir utan auðvitað að sigra undirritaða) að blanda saman á gæfuríkan hátt það sem þjóðin elskar heitast: brauðrétti og mexíkanskan mat.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mexíkórúlla sem tryllir

  • 1 gróft rúllutertubrauð
  • 200 g kjúklingur, eldaður og rifinn niður (kryddaður með fajita blöndu)
  • 80 g blönduð paprika, söxuð
  • 50 maískorn (ég kaupi extra sætt frosið í Nettó)
  • 200 g salsasósa
  • 200 g rjómaostur
  • 200 g rifinn ostur
  • Nachos flögur
  • Ferskt kóríander


Skraut:

  • kóránder
  • limesneiðar
  • avócadósneiðar

Aðferð:

  1. Steikið papriku á pönnu upp úr olíu. Hellið vökvanum af.
    Bræðið rjómaost við vægan hita í potti. Bætið 150 g af salsasósu, paprikunni, kjúkling og maís við.
  2. Saxið 1 lúku af kóríander og bætið við.
  3. Rúllið brauðinu út.
  4. Setjið fyllinguna á brauðið og reynið að þekja allann flötinn. Hellið 150 g af rifnum osti jafnt yfir yfirborðið.
  5. Rúllið brauinu þétt upp. Setjið restina af salsasósunni ofan á, ostinn og svo er nachos flögum raðað upp á rönd á brauðinu
  6. Bakið við 180 gráður í 18 mínútur.
  7. Skreytið með fersku kóríander limesneiðum og avócadósneiðum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka