Vöfflur Súkkulaðismiðjustúlknanna

Agla María Albertsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Halla …
Agla María Albertsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Halla Vigdís Hálfdánardóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Magnea Björg Friðjónsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Súkkulaðismiðjan er hug­verk sex súkkulaðiunn­andi vin­kvenna sem nú hafa hafið sölu á sér­lega girni­leg­um súkkulaðiskeiðum.  „Við erum 6 nem­end­ur í frum­kvöðla­fræði í Verzl­un­ar­skóla Íslands. Fyr­ir­tækið okk­ar heit­ir Súkkulaðismiðjan og fram­leiðum við súkkulaðiskeiðar sem eru sett­ar í heita mjólk og verða að heitu súkkulaði,“ seg­ir Agla María Al­berts­dótt­ir. 

Hver var mesta áskor­un­inn við að hrinda hug­mynd­inni í fram­kvæmd?
Mesta áskor­un­in í þessu ferli var að finna allt sem til þurfti við gerð súkkulaðiskeiðanna og ákveða hvaða bragðteg­und­ir við ætt­um að fram­leiða.“

Hvar verður súkkulaðiskeiðin seld og hvað kost­ar hún?
Súkkulaðiskeiðin verður seld í gegn­um Face­book og In­sta­gram til að byrja með. Við stönd­um síðan vakt­ina á vörumess­unni í Smáralind þann 7. apríl og hvetj­um við fólk til þess að mæta og kaupa vör­una. Verð á vör­unni er 600 krón­ur fyr­ir all­ar skeiðarn­ar en páska­skeiðin er seld á 700 krón­ur.“

Hvernig hafa viðtök­urn­ar verið ? 
„Viðtök­ur við Súkkulaðiskeiðunum hafa farið langt fram úr okk­ar vænt­ing­um. Margt fólk hef­ur spurt fyr­ir um vör­una og höf­um við fundið fyr­ir mikl­um áhuga frá fólki. Sal­an hef­ur farið vel af stað og von­umst við til þess að það haldi áfram,“ seg­ir Agla og bæt­ir við að nýbakaðar vöffl­ur séu æðis­leg­ar með heitu súkkulaði. Hér deila þær vin­kon­ur skot­heldri vöfflu­upp­skrift. 

Klass­ísk­ar vöff­ur

300g    hveiti
2 tsk.   lyfti­duft
¾ tsk.   mat­ar­sódi
½ tsk.   salt
2 ½     tsk. syk­ur
5 stk.  egg
3 dl     mjólk
1 tsk.   vanillu­drop­ar
70g     smjör­líki

Setjið öll þur­refni í skál, látið egg­in sam­an við og hellið mjólk­inni ró­lega yfir og hrærið ró­lega sam­an. Hrærið vel þar til öll mjólk­in er kom­in sam­an við.

Bræðið smjörið og blandið ásamt vanill­unni og bakið í vöfflu­járni. Gott er að smyrja súkkulaði á vöffl­una ásamt rjóma.

Krist­inn Magnús­son
Girnilegar súkkulaðiskeiðar sem breyta mjólk í heitt súkkulaði á örskotsstundu.
Girni­leg­ar súkkulaðiskeiðar sem breyta mjólk í heitt súkkulaði á ör­skots­stundu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Heitt súkkulaði? U, já takk!
Heitt súkkulaði? U, já takk! mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Páskaskeiðarnar eru með litlum eggjum.
Páska­skeiðarn­ar eru með litl­um eggj­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert