Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu

mbl.is/Íslenskt lambakjöt

Það er fátt betra á frá­bær­um sunnu­degi en hæg­eldaðir lambaskank­ar. Hér leik­ur rauðvínið stórt hlut­verk í bland við lág­stemmt en áhrifa­ríkt timí­anið sem á það til að taka mat upp á næsta stig. Full­kom­inn kvöld­verður svo ekki sé meira sagt.

Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu

Vista Prenta

Hæg­eldaðir lambaskank­ar í rauðvínssósu

  • 8 lambaskank­ar
  • 2 msk. olía
  • salt og nýmalaður pip­ar
  • 4 beikonsneiðar, skorn­ar í 3 cm bita
  • 6-8 skalot­lauk­ar, skræld­ir
  • 15 svepp­ir
  • 1 msk. tóm­atþykkni
  • 3 lár­viðarlauf
  • 3 stór­ar tímían­grein­ar
  • 1 rauðvíns­flaska
  • 2-4 dl vatn
  • sósu­jafn­ari
  • 50 g smjör
  • 2 msk. stein­selja, smátt söxuð

Aðferð:

  1. Penslið lambaskanka með olíu og kryddið með salti og pip­ar.
  2. Setjið kjötið í eld­fast mót og bakið í 190°C heit­um ofni í 10-15 mín.
  3. Hitið olíu á pönnu og látið bei­kon, lauk og sveppi krauma í 2 mín.
  4. Hellið síðan blönd­unni yfir skank­ana ásamt tóm­atþykkni, lár­viðarlauf­um, tímí­ani og rauðvíni. Lækkið hit­ann í 120°C og bakið í 3 1/​2-4 klst. Hellið þá vökv­an­um úr ofnskúff­unni í pott ásamt vatni og þykkið með sósu­jafn­ara.
  5. Bætið smjöri í sós­una og hrærið í með písk þar til smjörið hef­ur bráðnað.
  6. Hellið þá sós­unni yfir skank­ana og stráið stein­selju yfir.
  7. Berið fram með kart­öflumús.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert