Ofnbakaður lax með hrísgrjónum og mango jalapeno sósu

Lax á alltaf vel við.
Lax á alltaf vel við. mbl.is/

Einn tveir og elda hef­ur farið mik­inn á máltíðamarkaðinum und­an­farn­ar vik­ur og hafa viðtök­urn­ar verið ákaf­lega góðar. Reynd­ar kem­ur það lítið á óvart þar sem það er af­skap­lega þægi­legt að þurfa ekki að ákveða hvað á að vera í kvöld­mat­inn.

Hér gef­ur að líta ein­stak­lega skemmti­lega og bráðholla upp­skrift að ofn­bökuðum laxi sem eng­inn ætti að láta fram­hjá sér fara.

Ofn­bakaður lax með hrís­grjón­um og mango jalapeno sósu

Vista Prenta
<strong>Ofn­bakaður lax með hrís­grjón­um og mango jalapeno sósu fyr­ir tvo</​strong>
  • 360 gr lax (tveir bit­ar)                                       
  • 15 gr krydd­blanda (paprika, pip­ar, salt, basil, or­egano jafnt hluta­fall af öllu)
  • 100 gr hrís­grjón
  • ½ stk brokkólí                              
  • 50 gr mango
  • 10 stk jalapeno sneiðar
  • 50 gr syk­ur
<span> </​span> <span>Aðferð:</​span>
  1. Hrís­grjón­in eru sett í pott  ásamt 2 dl af vatni og kryddað með ½ tsk salti og soðið í ca 15 mín­út­ur.
  2. Lax­inn er kryddaðu og sett­ur í eld­fast mót öelít­illi ólivu­olíu hellt yfir og bakaður við 180¨c í ca 12 mín­út­ur
  3. Mangóið og jalapenjóið er skorið í smá bita, Ólívu olía sett í pott og hituð jalapenjó­inu og mangó­inu hellt úti og látið krama í smá stund því næst er sykr­in­um helt úti ásamt 1 dl af vatni og soðið niður í ca 10 mín­út­ur eða þar til orðið að sýróps þykkt .
  4. Vatn sett í pott ásamt ólivu­olíu og salti þegar suðan kem­ur upp er grófskornu brok­kolí­inu skelt útí og soðið í ca 3 mín­út­ur þá tekið upp úr og sigtað frá vatn­inu.
  5.  
  6. Nú á allt að vera orðið orðið klárt og sett fal­lega á disk­inn og sós­an sett í kring. Þessi rétt­ur er ein­fald­ur og al­veg hrika­lega fersk­ur og mikið vor í hon­um, skemti­legt tvist sem kem­ur frá mangó­inu og jalapenjó­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert