Ofnbakað grasker er einnig vinsælt með kalkún og þarf lítið annað en olíu, salt og kannski möndluflögur. Þegar graskerið er orðið mjúkt í gegn er það tilbúið.
mbl.is/Eggert
Það er ekki nóg að vera með guðdómlegan aðalrétt ef meðlætið er drasl. Sýndu hvað í þér býr með þessum einföldu og skotheldu uppskriftum.
Lífrænar og litríkar gulrætur eru fallegar á veisluborð eða beint í maga. Íslenskar Regnbogagulrætur eru góðar ofnbakaðar með olíu og salti.
mbl.is/TM
Grillaður aspas með hráskinku er sniðugur forréttur.
mbl.is/TM
Sætar kartöflur eru klassískt meðlæti með kalkún og ferskt salat er alltaf vinsælt.
mbl.is/Tobba Marinós