Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og matgæðingur, deilir hér huggulegum uppskriftum að eggjaréttum sem henta vel í bröns. Uppskriftirnar eru úr bókinni hennar „Hollt nesti, morgunmatur og millimál“ sem kom út haustið 2016.
Eggjabaka með reyktum laxi
Fyrir 4
8 egg
½ dl mjólk eða rjómi
salt og grófmalaður pipar
2 handfyllir spínat, saxað
300 g reyktur lax, í bitum
2-3 msk. vorlaukur eða graslaukur, smátt saxaður
2 msk. rifinn ostur
Bökuð egg í avókadó
Fyrir 2
1 avókadó
2 egg
2-3 sneiðar beikon, steikt og saxað
1-2 msk. gras- eða vorlaukur, smátt saxaður
grófmalaður pipar eða sítrónupipar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður.
2. Skerið avókadó í tvennt og takið steininn úr.
3. Skafið varlega með teskeið í holurnar þar sem steinninn var til að stækka þær og búa til betra pláss fyrir eggin.
4. Setjið avókadó í lítið eldfast mót og tryggið að þau standi upprétt og hallist ekki.
5. Hellið síðan eggjum varlega í holurnar.
6. Stingið í ofninn og bakið í um 15 mínútur.
7. Kryddið með pipar og stráið söxuðu beikoni og gras- eða vorlauk yfir réttinn.