Heilsteikt lambalæri með beini

Það er fátt páska­legra en lamb og hér gef­ur að líta upp­skrift sem er í senn al­veg merki­lega auðveld og líka ein­stak­lega bragðgóð. Nátt­úru­legt bragð lambs­ins fær sín notið til fulln­ustu og krydd­bland­an pass­ar – eins og nafnið gef­ur til kynna – ein­stak­lega vel við kjötið.

Heilsteikt lambalæri með beini

Vista Prenta

Heil­steikt lamba­læri með beini

  • Lamba­læri (2,2-3 kg)
  • Bezt á lambið krydd
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Takið odd­mjó­an beitt­an hníf og stingið nokk­ur göt í lærið. Því næst er Bezt á lambið krydd­bland­an tek­in og dreift yfir lærið all­an hring­inn og svo gott að nudda krydd­inu vel inn í lærið.
  2. Því lengri tíma sem kjötið fær að liggja með krydd­blönd­una á sér í lokuðu íláti því meira bragð tek­ur það í sig. Mæli með allt að sól­ar­hring.
  3. Gott er að krydda lærið auka­lega með salt og pip­ar rétt áður en það fer inn í ofn.

Steik­ing­ar­tími

  1. 160°C í miðjum ofni í 2- 2½ klst. Tíma­lengd fer eft­ir stærðinni á lær­inu, gott viðmið er 50-60 mín. á hvert kg.
  2. Ef notaður er blást­ur á ofn­in­um þarf 10-20°C lægri hita.
  3. Sé notaður kjarn­hita­mæl­ir skal kjarn­hit­inn fara í 62-65 °C fyr­ir meðal­steik­ingu á kjöt­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert