Banana- og pekanhnetumúffur í blandara á mínútum

Hollar og huggulegar með morgunkaffinu. Það er sérstaklega gott að …
Hollar og huggulegar með morgunkaffinu. Það er sérstaklega gott að hita þær upp. mbl.is/Tobba Marinósdóttir

Morg­un­verðar­múff­ur eru mik­il og góð snilld. Þessa upp­skrift fann ég á Brendid.com og breytti lít­il­lega. Ég ætla að prófa næst að setja blá­ber í staðinn fyr­ir hnet­ur en þá þarf að baka þær aðeins leng­ur.

Það er styst frá því að segja að múff­urn­ar runnu ljúf­lega niður hjá heim­il­is­fólk­inu, mjúk­ar og sæt­ar en laus­ar við unn­inn syk­ur og al­menna óholl­ustu. Þess í stað eru þær stút­full­ar af höfr­um, ban­ön­um, kanil og hnet­um og má því í raun grípa eina í morg­un­mat. Sé sæl­kera­brag­ur á fólki mætti ef­laust toppa þær með rjóma­ostakremi og tryll­ast úr ham­ingju! 

Banana- og pekanhnetumúffur í blandara á mínútum

Vista Prenta

Ban­ana- og pek­an­hnetumúff­ur 

Inni­halds­efni 
upp­skrift­in gef­ur um 18 stk. 

3 boll­ar haframjöl 
1 bolli stappaðir ban­an­ar (2-3 meðalban­an­ar)
1/​3 bolli hun­ang
1 bolli mjólk – ég notaði möndl­umjólk 
2 tsk. vanillu­drop­ar
2 stór egg
2 tsk. lyfti­duft 
1/​2 tsk. mat­ar­sódi 
1/​2 tsk. salt 
3 tsk. kanill 
2/​3 pek­an­hnet­ur, saxaðar 
18 pek­an­hnet­ur – til að toppa með 
Múffu­form og olía til að húða þau 

For­hitið ofn­inn í 180 gráður. 
Ég notaði álmúffu­form og spreyjaði þau með kó­kosol­íu. 

Setjið öll inni­halds­efn­in nema hnet­urn­ar í bland­ar­ann og maukið uns deig.

Hrærið söxuðu hnet­un­um sam­an við.

Látið degið standa í 10 mín­út­ur. 

Fyllið múffu­formin en gætið þess að þær munu stækka. Toppið með hnet­um – ég toppaði þær einnig með ör­litlu mús­lí sem ég átti til að fá stökk­an topp. 

Bakið í 30 mín­út­ur eða þar til tann­stöng­ull kem­ur hreinn út.
Blóm eru fallegt kökuskraut sem gera allt girnilegra.
Blóm eru fal­legt köku­skraut sem gera allt girni­legra. mbl.is/​Tobba Marinós
Ljúf morgunstund.
Ljúf morg­un­stund. mbl.is/​Tobba Marinós­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert