Grillað ribeye með ponzu

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Garðar Aron Guðbrands­son á Mat­húsi Garðabæj­ar er meist­ara­kokk­ur­inn í Fimm eða færri áskor­un­inni að þessu sinni. Hér gef­ur að líta afar spenn­andi út­komu en þetta er grillað ri­beye sem er í upp­á­haldi hjá ansi mörg­um og með ponzu sem við hvetj­um ykk­ur ein­dregið til að prófa ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

Garðar skor­ar á sjálf­an Karl Óskar hjá Le KocK.

Grillað ribeye með ponzu

Vista Prenta

Grillað ri­beye með ponzu

Ri­beye

  • Vel fitu­sprengt ri­beye
  • Salt og pip­ar
  • Olía og soya

Kjötið er skorið í steik­ur og kryddað vel með soya, salti og pip­ar. Olía sett á rétt fyr­ir grill­un.

Grillað græn­meti

  • Brok­kolí
  • Bok choy
  • Lauk­ur
  • Olía, salt og sítr­óna

Allt er skorið svona frek­ar gróft, bok choy er skorið í fleyga, lauk­ur í tvennt og dressað í vel af hlut­lausri olíu, salti og sítr­ónu. Gott að setja lauk­inn fyrst þar sem hann þarf lengst­an tíma og vel af olíu svo það kveikni aðeins í grill­inu og þetta brenni smá.

Ponzu með brúnuðu smjöri

  • 150 g soya
  • 150 g sítr­ónusafi
  • 100 g smjör
  • 2 shallot lauk­ar
  • 1 rif hvít­lauk­ur
  • smá saxað chilli

Lauk­ur og chilli er saxað fínt niður, hvít­lauk­ur rif­inn og blandaður við soya og sítr­ónusaf­ann. Rétt fyr­ir service er smjörið brúnað í potti yfir meðal­hita. Gott er að hræra reglu­lega í því svo hratið verði ekki eft­ir í botn­in­um. Þegar hratið fer að verða dökk­brúnt er smjör­inu hellt heitu yfir ponzuið og hrært vel í.

Garðar Aron Guðbrandsson á Mathúsi Garðabæjar.
Garðar Aron Guðbrands­son á Mat­húsi Garðabæj­ar. mbl.is/​Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
mbl.is/​Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert