Fljótlegt pítsarúllubrauð sem börnin elska

Forsetinn myndi kannski ekki borða þessa pítsurúllu en það má …
Forsetinn myndi kannski ekki borða þessa pítsurúllu en það má vel sleppa ananasinum og setja það álegg sem fólk elskar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig væri að skella í fljót­leg­an brauðrétt sem all­ir á heim­il­inu elska? Hvort sem það er í kaffi­tím­an­um, barna­af­mælið, ferm­ingu eða bara næsta partýi þá er píts­ar­úll­an málið. Hver elsk­ar ekki brauðrétti og pítsur? 

Hér setti ég upp­á­haldsálegg heim­il­is­fólks­ins á brauðið en auðvitað má nota það álegg sem hverj­um og ein­um hent­ar hvað best! 

Hér er kom­in síðasta upp­skrift­in í hinu geysi­vin­sæla og girni­lega brauðrétta­ein­vígi Mat­ar­vefjar­ins.

Fljótlegt pítsarúllubrauð sem börnin elska

Vista Prenta

Píts­ar­úlla

1 gróft rúllu­tertu­brauð 
200 g svepp­ir, steikt­ir 
100 an­anassneiðar 
20 stk. pepp­erón­ísneiðar 
2 dl pítsasósa 
100 g rjóma­ost­ur 
180 g rif­inn ost­ur 

Hitið ofn­inn í 180 gráður.

Opnið brauðið og smyrjið pítsusósu vel út á alla kanta. Gætið þess að bleyta brauðið ekki of mikið. Skiljið smá sósu eft­ir til að smyrja ofan á rúll­una. 

Dreifið álegg­inu jafnt yfir brauðið. Þ.e.a.s. pepp­erón­í­inu, svepp­um, an­an­asbit­um og rjóma­ost­k­less­um. Dreifið ost­in­um að lok­um yfir líkt og um pítsu væri að ræða. Geymið dulít­inn ost til að setja ofan á rúll­una.

Rúllið brauðinu þétt upp. Gott er að nota plastið sem var utan um brauðið til þess. Einnig er gott að geyma rúll­una í plast­inu ef ekki á að baka hana strax.

Setjið smá sósu og rif­inn ost áður en brauðinu er skellt inn í ofn. Bakið í 15 mín­út­ur. Skreytið með basil­lauf­um og an­anassneiðum. 

Einfalt og girnilegt!
Ein­falt og girni­legt! mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Hvað setur þú á þína pítsu?
Hvað set­ur þú á þína pítsu? mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert