Vinsælasta sætkartöflumeðlætið á Pinterest

mbl.is/Cafe Delites

Sæt­kart­öfl­ur eru stór­kost­legt fyr­ir­bæri enda bæði bragðgóðar og holl­ar sem er aug­ljós­lega mjög eft­ir­sókn­ar­vert. 

Þessi út­færsla á sæt­kart­öfl­um er sú vin­sæl­asta á Pin­t­erest enda lít­ur hún sér­lega girni­lega út. 

Vinsælasta sætkartöflumeðlætið á Pinterest

Vista Prenta

Sæt­kart­öflumeðlæti

  • 4 meðal­stór­ar sæt­kart­öfl­ur (eða 3 stór­ar)
  • ólífu­olía
  • 3 msk bráðið smjör
  • 4 hvít­lauks­geir­ar, maukaðir
  • 1 msk fersk ný­söxuð stein­selja
  • sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar
  • 2 msk par­mes­an ost­ur

Aðferð:

  1. Skerið end­ana af sætukart­öfl­un­um og skerið síðan kart­öfl­urn­ar í sneiðar - um það bil 3-4 sm þykk­ar.
  2. Suða: setjið sæt­kart­öfl­urn­ar í stór­an pott með söltuðu vatni. Sjóðið í 20-25 mín­út­ur eða þar til hægt er að stinga í þær með gaffli. Hellið vatn­inu af. 
  3. Bakst­ur: raðaðu sæt­kart­öflusneiðunum á ofn­plötu og bakaðu í 25-30 mín­út­ur á 180 gráðum. Takið úr ofn­in­um og látið standa í fimm mín­út­ur eða svo á meðan kart­öfl­urn­ar kólna.
  4. Setjið bit­anna á smjörpapp­ír og fletjið þá út með gaffli - en gerið það mjög laust þar sem kart­öfl­urn­ar eru geg­neldaðar og því auðvelt að mauka þær. 
  5. Blandið sam­an smjöri, hvít­lauk og stein­selju. Hellið blönd­unni jafnt yfir kart­öfl­urn­ar og kryddið að lok­um með salti og pip­ar. Úðið eða slettið ol­í­unni yfir. 
  6. Grillið kart­öfl­urn­ar í ofn­in­um þar til þær eru orðnar gyllt­ar og stökk­ar eða í 15 mín­út­ur (fylg­ist vel með þeim). Takið þá úr ofn­in­um og sláldrið par­mes­an ost­in­um yfir. Kryddið enn meira með salti, pip­ar og stein­selju og berið fram.  

Heim­ild: Cafe Delites

mbl.is/​Cafe Delites
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert