Sætkartöflu-súkkulaðikaka

Hafið þið séð girnilegri köku?
Hafið þið séð girnilegri köku? Haraldur Jónasson/Hari
Öll teng­um við súkkulaðiköku við súkkulaði og hveiti en hvað ger­ist þegar hefðbundn­ar hug­mynd­ir okk­ar eru tekn­ar og sprengd­ar í tætl­ur með tilþrif­um?
Það gerðist hjá un­ir­ritaðri í þessu til­felli en hér er það Linn­ea Hellström sem galdr­ar fram súkkulaðiköku sem er búin til úr sæt­um kart­öfl­um. 
Ekki bara kart­öfl­um en þetta er nóg til að koll­varpa öll­um hug­mynd­um okk­ar um kök­ur og við fögn­um því inni­lega. Frá­bær upp­skrift og sjúk­lega girni­legt svo ekki sé meira sagt. 

Sætkartöflu-súkkulaðikaka

Vista Prenta
Sæt­kart­öflu súkkulaðikaka
  • 5 dl flysjaðar, soðnar og kæld­ar sæt­ar kart­öfl­ur (2-3 stk)
  • 5 dl heil­korna spelt hveiti
  • 1,5 dl kó­kos­hnetu­syk­ur
  • 2,5 dl vatn
  • 1 dl aga­ve sýróp
  • ½ msk bal­samic edik
  • 1 msk vanillu­drop­ar
  • ½ dl fínt saxað dökkt súkkulaði
  • 1 dl kakó­duft
  • 1 tsk sjáv­ar­salt
  • 2 tsk lyfti­duft
  • 1 tsk mat­ar­sódi

Aðferð:

1. For­hitið ofn­inn í 175 gráður

2. Blandið sam­an í mat­vinnslu­vél eða bland­ara sæt­um kart­öfl­um, vatni, aga­ve sýrópi, bal­samic ed­iki & vanillu­drop­um þangað til bland­an er silkimjúk.

3. Sigtið sam­an þur­refn­in í stóra skál, nema súkkulaðið, það má fara beint í skál­ina, og hrærið sæt­kart­öflu­blönd­una sam­an við.

4. Skiptið deig­inu í tvö form sem búið er að smyrja með kó­kosol­íu og bakið svo í 20-25 mín­út­ur, fer eft­ir ofn­in­um.

5. Látið formin kólna á grind áður en kak­an er sett sam­an. Ger­um kremið á meðan!

Súkkulaðikrem

  • 3 dl flysjaðar, soðnar og kæld­ar sæt­ar kart­öfl­ur (1-2 stk)
  • 1, 5 dl kó­kos­hnetu­syk­ur
  • 1,5 dl hnetu­smjör
  • 1 dl kakó­duft
  • 1 tsp vanillu­drop­ar
  • 2-5 msk jurtamjólk
  • 1 tsk sjáv­ar­salt

Aðferð:

1. Blandið sam­an í bland­ara eða mat­vinnslu­vél þangað til silkimjúkt og stillið af þykkt­ina ef þarf með jurtamjólk og sæt­una með kakó eða aga­ve.

2. Látið kólna í ís­skáp þangað til kak­an er sett sam­an.

Kak­an

Það er nóg krem í upp­skrift­inni til að setja lag á milli botn­anna ásamt því að hjúpa kök­una alla. Það er meira að segja nóg til að mega stel­ast í smá smakk.

Kak­an er hér skreytt með súkkulaðihjúpuðum kirsu­berj­um og kó­kos­bit­um og svo er blá­berja­salti sáldrað yfir.

Ekkert að þessu....
Ekk­ert að þessu.... Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka