Sætkartöflu-súkkulaðikaka

Hafið þið séð girnilegri köku?
Hafið þið séð girnilegri köku? Haraldur Jónasson/Hari
Öll tengum við súkkulaðiköku við súkkulaði og hveiti en hvað gerist þegar hefðbundnar hugmyndir okkar eru teknar og sprengdar í tætlur með tilþrifum?
Það gerðist hjá unirritaðri í þessu tilfelli en hér er það Linnea Hellström sem galdrar fram súkkulaðiköku sem er búin til úr sætum kartöflum. 
Ekki bara kartöflum en þetta er nóg til að kollvarpa öllum hugmyndum okkar um kökur og við fögnum því innilega. Frábær uppskrift og sjúklega girnilegt svo ekki sé meira sagt. 
Sætkartöflu súkkulaðikaka
  • 5 dl flysjaðar, soðnar og kældar sætar kartöflur (2-3 stk)
  • 5 dl heilkorna spelt hveiti
  • 1,5 dl kókoshnetusykur
  • 2,5 dl vatn
  • 1 dl agave sýróp
  • ½ msk balsamic edik
  • 1 msk vanilludropar
  • ½ dl fínt saxað dökkt súkkulaði
  • 1 dl kakóduft
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi

Aðferð:

1. Forhitið ofninn í 175 gráður

2. Blandið saman í matvinnsluvél eða blandara sætum kartöflum, vatni, agave sýrópi, balsamic ediki & vanilludropum þangað til blandan er silkimjúk.

3. Sigtið saman þurrefnin í stóra skál, nema súkkulaðið, það má fara beint í skálina, og hrærið sætkartöflublönduna saman við.

4. Skiptið deiginu í tvö form sem búið er að smyrja með kókosolíu og bakið svo í 20-25 mínútur, fer eftir ofninum.

5. Látið formin kólna á grind áður en kakan er sett saman. Gerum kremið á meðan!

Súkkulaðikrem

  • 3 dl flysjaðar, soðnar og kældar sætar kartöflur (1-2 stk)
  • 1, 5 dl kókoshnetusykur
  • 1,5 dl hnetusmjör
  • 1 dl kakóduft
  • 1 tsp vanilludropar
  • 2-5 msk jurtamjólk
  • 1 tsk sjávarsalt

Aðferð:

1. Blandið saman í blandara eða matvinnsluvél þangað til silkimjúkt og stillið af þykktina ef þarf með jurtamjólk og sætuna með kakó eða agave.

2. Látið kólna í ísskáp þangað til kakan er sett saman.

Kakan

Það er nóg krem í uppskriftinni til að setja lag á milli botnanna ásamt því að hjúpa kökuna alla. Það er meira að segja nóg til að mega stelast í smá smakk.

Kakan er hér skreytt með súkkulaðihjúpuðum kirsuberjum og kókosbitum og svo er bláberjasalti sáldrað yfir.

Ekkert að þessu....
Ekkert að þessu.... Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka