Aðferð:
1. Forhitið ofninn í 175 gráður
2. Blandið saman í matvinnsluvél eða blandara sætum kartöflum, vatni, agave sýrópi, balsamic ediki & vanilludropum þangað til blandan er silkimjúk.
3. Sigtið saman þurrefnin í stóra skál, nema súkkulaðið, það má fara beint í skálina, og hrærið sætkartöflublönduna saman við.
4. Skiptið deiginu í tvö form sem búið er að smyrja með kókosolíu og bakið svo í 20-25 mínútur, fer eftir ofninum.
5. Látið formin kólna á grind áður en kakan er sett saman. Gerum kremið á meðan!
Aðferð:
1. Blandið saman í blandara eða matvinnsluvél þangað til silkimjúkt og stillið af þykktina ef þarf með jurtamjólk og sætuna með kakó eða agave.
2. Látið kólna í ísskáp þangað til kakan er sett saman.
Það er nóg krem í uppskriftinni til að setja lag á milli botnanna ásamt því að hjúpa kökuna alla. Það er meira að segja nóg til að mega stelast í smá smakk.
Kakan er hér skreytt með súkkulaðihjúpuðum kirsuberjum og kókosbitum og svo er bláberjasalti sáldrað yfir.