Hægeldaður lax með fennel og sítrus

Laxinn er sérlega girnilegur að sjá.
Laxinn er sérlega girnilegur að sjá. mbl.is/Bon Appetit

Hvað er betra en bragðgóður og full­kom­lega eldaður lax? Sér í lagi þegar búið er að para hann með fenn­el, sítrusávöxt­um og smá chili. Hér gef­ur að líta mjög auðvelda og aðgengi­lega upp­skrift sem all­ir ættu að ráða við og flest­um ætti að þykja sæl­gæti. Hægt er að nota ann­an fisk í staðinn fyr­ir lax, til að mynda skötu­sel, lúðu, stein­bít eða þorsk.

Hægeldaður lax með fennel og sítrus

Vista Prenta

Hæg­eldaður lax með fenn­el og sítrus    

  • 1 miðlungs­stór fenn­el, skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • 1 sítr­óna, skor­in í þunn­ar sneiðar
  • 1 rauður chili, skor­inn þunnt
  • 4 stilk­ar af dilli
  • 900 gr. laxa­stykki
  • 180 ml ólífu­olía
  • Sjáv­ar­salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður. Setjið fenn­el­inn, app­el­sínu- og sítr­ónusneiðarn­ar, chili-pip­ar­inn og fjóra stilka af dilli í grunnt eld­fast mót. Kryddið með sjáv­ar­salti og pip­ar. Kryddið lax­inn með sjáv­ar­salti og leggið ofan á. Hellið olíu yfir.
  2. Grillið uns lax­inn er geg­neldaður (eða þegar hnífsodd­ur fer auðveld­lega í gegn) eða í 30-40 mín­út­ur.
  3. Færið lax­inn yfir á disk og takið hann í sund­ur í stóra bita. Má vera gróft og gert með gaffli. Ausið fenn­el­blönd­unni og ol­í­unni úr eld­fasta mót­inu yfir en hendið dill-stilk­un­um.
  4. Kryddið með salti og pip­ar og setjið ferskt dill yfir.

Heim­ild: Bon App­e­tit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert