Sælkera-hnetusteik á brauði með rauðrófum

Girnileg hnetusteik sem engan svíkur.
Girnileg hnetusteik sem engan svíkur. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hnetusteikur njóta mikilla vinsælda og skyldi engan undra og einskorðast vinsældirnar alls ekki eingöngu við grænmetisætur. Hnetusteikur fara nefnilega vel í magann og manni líður hreint ágætlega eftir að hafa borðað þær. Við hvetjum ykkur til að prófa.

Þessi uppskrift kemur frá meisturunum á Smurstöðinni.

Grænmetissteik með rauðrófuteningum

  • 60 g soðin quinoa-fræ (Inkakorn) eða linsubaunir
  • 150 g afgangs grænmeti
  • 1 laukur og smá hvítlaukur
  • 2 sellerístilkar
  • 200 g sætar kartöflur eða grasker
  • 2 greinar rósmarín
  • ½ tsk cayenne-pipar
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk þurrkað eða ferskt oregano
  • Salt og pipar og smá olía
  • 2–4 stk sveppir
  • 1 stk sítrónu- eða limebörkur
  • 80 g þurrkuð trönuber
  • 100 g þurrkaðar apríkósur
  • 100 g blandaðar hnetur, svo sem val-, kasjú-, hesli- og pekanhnetur

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180 gráður. Gott er að smyrja formið og setja líka bökunarpappír.
  2. Eldið Inkakorn eða linsubaunir samkvæmt leiðbeiningum á pakka, setjið til hliðar og kælið. Á meðan er grænmetið skorið og sætar kartöflur í 1 cm bita (það má skræla grænmetið). Skrælið og saxið laukinn, ásamt hvítlauk, og grófskerið selleríið.
  3. Hitið 2 matskeiðar af ólífuolíu í stórri pönnu á miðlungshita, bætið söxuðu grænmetinu við og steikið (með rósmaríngreinum). Bætið cayennedufti, paprikudufti og oregano við. Kryddið með salti og pipar og hrærið vel. Lækkið svo aðeins hitann og eldið í um 15 mínútur, eða þar til það hefur aðeins mýkst. Skerið sveppina gróft og bætið út á pönnuna þegar um fimm mínútur eru eftir af eldunartímanum.
  4. Takið pönnuna af hitanum. Gott er að krydda með berki af sítrusávexti. Setjið blönduna yfir í stóra skál, hrærið síðan saman við kælt Inkakornið (eða linsubaunir), þurrkaða ávexti og hnetur (ekki verra að merja þær undir klút, með buffhamri eða potti) og bakið í ofni í 45 til 50 mínútur, eða þar til allt er eldað í gegn og og grunnurinn orðinn stífur viðkomu.
  5. Til skrauts er hægt að nota það sem er við hendina, til dæmis rauðrófur eða kryddjurtir.

Rauðrófur með appelsínu, chilli og kanil

  • Um 2 stórar glerkrukkur
  • 2 kg rauðrófur
  • Kryddlögur
  • 1 lítri af vatni
  • 1 lítri eplasafi
  • 650 g hrásykur
  • 1 ferskt rautt chilli
  • rifinn börkur og safi af 1 appelsínu
  • 1 kanilstöng
  • 3 stjörnuanís
  • 10 heil svört piparkorn
  • 15 fennel-fræ
  • 1 lítil handfylli af salti

Aðferð:

  1. Skolið rauðrófurnar og setjið þær í pott með vatni og salti.
  2. Sjóðið rauðrófurnar í 20–30 mínútur, þar til þær eru mjúkar og sjóðið þær ekki of lengi. Stingið í þær með litlum hnífi og athugið að rauðrófur verða að vera mjúkar en ekki ofsoðnar. Einnig er mikilvægt að rauðrófurnar séu af svipaðri stærð, þannig að þær eldist jafnt og rétt. Skolið þær svo undir kalda krananum og þá er auðvelt að nudda hýðið af. Hægt er að notað hanska (sem notaðir eru fyrir matreiðslu) ef þið viljið ekki fá rauðar hendur.
  3. Svo er þeim raðað í krukkur og sjóðandi kryddleginum hellt yfir. Látið þær standa í tíu mínútur á eldhúsborðinu. Lokið krukkunni vel og látið þær standa í 3 daga í kæli áður en þið borðið þær. Gott að skreyta með þunnum sneiðum af hráum rófum.
  4. Borið fram á veganbrauði að eigin vali.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert