Ljúffengir laxaborgarar með hrásalati

Girnilegir laxaborgarar sem ættu að slá í gegn á hverju …
Girnilegir laxaborgarar sem ættu að slá í gegn á hverju heimili. mbl.is/A pinch of salt

Þessi rétt­ur er í senn af­skap­lega auðveld­ur og bragðgóður. Að auki er hann barn­góður þannig að þetta er hinn full­komni fjöl­skyldu­kvöld­verður. 

Vissu­lega er hægt að nota ann­an fisk í borg­ar­ana - það er alls ekki heil­agt en smakkið til og verið óhrædd við að prufa ykk­ur áfram með krydd­blönd­ur og kryd­d­jurtir. Svo er alltaf gott að læða smá smjöri á steikarpönn­una er stemn­ing­in kall­ar á. En bara ann­ars ekki...

Ljúffengir laxaborgarar með hrásalati

Vista Prenta

Laxa­borg­ar­ar

  • 380 gr eldaður lax
  • 2 egg
  • 1/​2 brauðmylsna
  • 1 tsk salt
  • 1/​2 tsk hvít­lauks­duft
  • 1/​4 bolli fersk­ar krydd­urtir
  • kreysta af sítr­ónusafa
  • ólífu­olía til steik­ing­ar

Hrásal­at

  • 1 kál­haus, fínt rif­inn
  • 240 ml grísk jóg­úrt
  • 2-3 hvítt edik
  • 1 tsk salt
  • 1/​2 tsk hvít­lauks­duft
  • 1/​2 bolli fersk­ar jurtir
  • ólífu­olía

Aðferð:

  1. Borg­ar­arn­ir: Takið lax­inn í sund­ur. Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an og gerið þrjá stóra eða fjóra miðlungs borg­ara. Hitið ol­í­una á pönnu og steikið borg­ar­ana í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til báðar hliðar eru orðnar gyllt­ar og stökk­ar. Setjið á eld­húspapp­ír og sáldrið salti yfir. 
  2. Hrásal­atið: Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an. Smakkið til. 
  3. Setjið hrásal­atið á disk og borg­ara ofan á. Gott er að bera borg­ar­ana fram með grískri jóg­úrt.

Heim­ild: A pinch of yum

mbl.is
Fleira áhugavert