Grillað lamb með pistasíuhjúp

Lambakjöt er í uppáhaldi hjá mörgum.
Lambakjöt er í uppáhaldi hjá mörgum. mbl.is/

Það er vor í lofti og ljóst að grill­vertíðin er að bresta á. Hér gef­ur að líta upp­skrift að góm­sætu lamba­læri sem auðvitað má elda inn­an­dyra án þess að það bitni á gæðunum. Pist­asíu­hjup­ur­inn eða raspið er líka sér­lega áhuga­vert og ætti að taka ann­ars frá­bært kjöt upp í næstu hæðir. 

Grillað lamb með pistasíuhjúp

Vista Prenta

Grillað inn­læri með pist­asíura­spi, grilluðum vor­lauk og sæt­kart­öflumús

  • 2 x 200 g innra­læri í sneiðum
  • 2 msk olía
  • salt og pip­ar

Penslið sneiðarn­ar með olíu og kryddið með salt og pip­ar. Grillið á miðlungs­hita í um það bil 2 mín­út­ur á hverri hlið. Setjið kjötið á disk og látið standa í 5 mín­út­ur hulið álp­app­ír áður en það er borið fram.

  • 1 1/​2 sæt­kart­öfl­ur, stór­ar
  • 2 msk olía
  • 4 heil­ir hvít­lauks­geir­ar
  • 100 ml rjómi

Flysjið sæt­kart­öfl­urn­ar og skerið niður í stóra bita. Skolið og þurrkið af allt vatn. Setjið í ofnskúffu ásamt hvít­lauk og olíu. Bakið á 180°C í 25 mín­út­ur eða þar til bitarn­ir eru eldaðir í gegn. Færið yfir í skál og maukið. Hitið rjómann í potti og bætið sæt­kart­öflu­mauk­inu við þegar suðan er kom­in upp. Kryddið með salt og pip­ar. Pist­asíura­sp­ur

  • 50 g pist­así­ur, saxaðar
  • 3 hvít­lauks­geir­ar saxaðir smátt
  • 3 msk brauðmylsna
  • 1 msk olía
  • 3 rós­marínstilk­ar
  • 1 sítr­óna, börk­ur og safi
  • 1 msk dijon sinn­ep

Blandið öllu sam­an í mat­vinnslu­vél og kryddið með salt og pip­ar

Grillaðir vor­lauk­ar

  • 3 vor­lauk­ar
  • 2 msk olía

Penslið lauk­ana með olíu og grillið á miðlungs­hita í 1 mín­útu á hvorri hlið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert