Bláberjafylltar bollakökur

Þetta er full­kom­inn dag­ur til bakst­urs og hví ekki að skella í þess­ar blá­berja­fylltu elsk­ur. Merki­lega auðveld­ar og við allra hæfi. Þess­ar eiga svo sann­ar­lega eft­ir að hitta í mark.

Bláberjafylltar bollakökur

Vista Prenta

Blá­berja­fyllt­ar glút­en­laus­ar bolla­kök­ur

  • 6 egg
  • 2 ¼ dl syk­ur
  • 7 dl möndl­umjöl
  • 1 ½ tsk lyfti­duft
  • ½ tsk salt
  • blá­berja­sulta
  • 200 g smjör við stofu­hita
  • 200 g rjóma­ost­ur við stofu­hita
  • 400 g flór­syk­ur
  • 1 dl möndlu­f­lög­ur
  • u.þ.b. 200 g fersk blá­ber

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 165°C.
  2. Þeytið egg og syk­ur þangað til bland­an verður ljós og mjög loft­mik­il.
  3. Blandið sam­an möndl­umjöli, lyfti­dufti og salti. Sigtið út í eggja­blönd­una og blandið var­lega sam­an við með sleikju.
  4. Setjið papp­írs bolla­köku­form í bolla­köku­ál­bakka. Setjið deigið í formin, fyllið það upp 2/​3. Bakið kök­urn­ar inn í ofni um það bil 20 mín.
  5. Þeytið sam­an smjör og rjóma­ost þangað til bland­an verður létt og loft­mik­il. Bætið flór­sykr­in­um út í og blandið vel sam­an.
  6. Ristið möndlu­f­lög­ur á pönnu þangað til þær eru byrjaðar að brún­ast vel.
  7. Kælið kök­urn­ar og takið þær úr ál­bakk­an­um.
  8. Setjið 1 tsk af blá­berja­sultu á hverja köku og setjið eina góða mat­skeið af kremi yfir sult­una. Dreifið úr krem­inu með hníf án þess að hreyfa of mikið við sult­unni. Setjið u.þ.b. 1 tsk af möndlu­f­lög­um í miðjuna á krem­inu og setjið svo þrjú blá­ber yfir.

Upp­skrift: Fal­legt og freist­andi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert