Það er fátt meira viðeigandi á mándudegi en dýrðlegur fiskur. Hér erum við með uppskrift að hunangsbleikju með möndluflögum en uppskriftinn kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt.
Mælum hiklaust með þessari.
Dýrðleg mánudagsbleikja með hunangi
Hunangsbleikja með möndluflögum
Fyrir 4
- 800 g bleikja, beinhreinsuð
- 2 dl hveiti
- salt og pipar
- 2 msk smjör
- 1 msk olía
- 3-4 msk hunang, fljótandi
- 100 g möndluflögur
Aðferð:
- Hellið hveitinu á disk og veltið bleikjunni upp úr því. Saltið og piprið.
- Setjið smjör og olíu á pönnu.
- Setjið bleikjuna á pönnuna, roðið snýr niður og steikið við vægan hita.
- Hellið hunangi vel yfir bleikjuna og snúið henni við.
- Bætið möndluflögunum út á pönnuna og hrærið reglulega í blöndunni svo hunangið brenni ekki við.
- Þegar fiskurinn er fulleldaður, takið þá af pönnunni og berið fram t.d. með byggi og salatblöndu.