Dýrðleg mánudagsbleikja með hunangi

Grinileg og gómsæt uppskrift að hætti Berglindar.
Grinileg og gómsæt uppskrift að hætti Berglindar. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Það er fátt meira viðeig­andi á mándu­degi en dýrðleg­ur fisk­ur. Hér erum við með upp­skrift að hun­angs­bleikju með möndlu­f­lög­um en upp­skrift­inn kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á Gul­ur, rauður, grænn og salt

Mæl­um hik­laust með þess­ari. 

Dýrðleg mánudagsbleikja með hunangi

Vista Prenta

Hun­angs­bleikja með möndlu­f­lög­um
Fyr­ir 4

  • 800 g bleikja, bein­hreinsuð
  • 2 dl hveiti
  • salt og pip­ar
  • 2 msk smjör
  • 1 msk olía
  • 3-4 msk hun­ang, fljót­andi
  • 100 g möndlu­f­lög­ur

Aðferð:

  1. Hellið hveit­inu á disk og veltið bleikj­unni upp úr því. Saltið og piprið.
  2. Setjið smjör og olíu á pönnu.
  3. Setjið bleikj­una á pönn­una, roðið snýr niður og steikið við væg­an hita.
  4. Hellið hun­angi vel yfir bleikj­una og snúið henni við.
  5. Bætið möndlu­f­lög­un­um út á pönn­una og hrærið reglu­lega í blönd­unni svo hun­angið brenni ekki við.
  6. Þegar fisk­ur­inn er fulleldaður, takið þá af pönn­unni og berið fram t.d. með byggi og sal­at­blöndu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert