Lax með sítrónu/hvítlauks/spínat-risottó

Gómsætur lax með risottó... nóg til að allmörg hjörtu taki …
Gómsætur lax með risottó... nóg til að allmörg hjörtu taki aukaslag af eftirvæntingu. mbl.is/Sigurveig Káradóttir

Sig­ur­veig Kára­dótt­ir held­ur úti sam­nefndu mat­ar­bloggi sem iðar af lífi og skemmti­leg­um upp­skrift­um sem eru hver ann­arri girni­legri. Hér gef­ur að líta upp­skrift frá Sig­ur­veigu að laxi með því sem hún kall­ar sítr­ónu/​hvít­lausk/​spínat-pestói.

Sig­ur­veig seg­ir að þetta hafi allt haf­ist á risottó­inu og laxam­ar­in­er­ing­unni. Í heild­ina hafi elda­mennsk­an tekið 25 mín­út­ur sem sé merki­lega vel gert.

Lax með sítrónu/hvítlauks/spínat-risottó

Vista Prenta
Lax með sítr­ónu/​hvít­lauks/​spínat-risottó

  • Lax eft­ir þörf­um – í upp­skrift­ina voru notuð 3 væn stykki.
  • safi úr 1 lime
  • ólífu­olía
  • salt, hvít­ur pip­ar og malað chilli
  • 50 g smjör
  • 5 væn­ir hvít­lauks­geir­ar
  • 300 gr. aborio-grjón
  • 2 lítr­ar af kjúk­linga­soði
  • 200-300 gr. spínat
  • börk­ur af 2 sítr­ón­um
  • safi úr 1 sítr­ónu
  • 100 gr. par­mes­an – gróft rif­inn

Aðferð:
  1. Safa úr 1 lime, vænni slettu af góðri ólífu­olíu, salti, hvít­um pip­ar og möluðu chilli blandað sam­an og sett í eld­fast mót. Lax­inn sett­ur í mótið – fyrst á mag­ann til að draga í sig mar­in­er­ing­una og svo snúið við og roðið látið snúa niður.
  2. Setjið væna smjörklípu á hvern bita og svo inn í ofn í 200-220 gráður.
  3. Saxið niður fimm væn hvít­lauksrif og steikið á pönnu upp úr ólífu­olíu. Saltið með sjáv­ar­salti.
  4. Þegar hvít­lauk­ur­inn er far­inn að taka á sig góðan lit skal setja 50 gr. af smjöri út á pönn­una.
  5. Því næst hrís­grjón­in. Leyfið þeim að drekka í sig vökv­ann.
  6. Kjúk­linga­soðið er hitað og sett út á hrís­grjón­in jafnt og þétt eft­ir þörf­um. Alls fóru um 1,5 lítr­ar út á risottóið en gott er að hafa meira en minna til­búið á kant­in­um.
  7. Út á risottóið var sítr­ónu­börk­ur­inn sett­ur.
  8. Því næst spínatið. Passið að hræra reglu­lega í. Hægt er að sjá ít­ar­leg­ar mynd­skýr­ing­ar inni á sig­ur­veig.com.
  9. Sítr­ónusaf­inn var sett­ur sam­an við. Upp­haf­lega stóð til að nota safa úr tveim­ur sítr­ón­um en sítr­ón­urn­ar reynd­ust svo safa­mikl­ar að ein var lát­in duga.
  10. Munið að salta og smakka til.
  11. Á loka­metr­un­um eru 100 gr. af par­mes­an rif­in yfir.
  12. Berið fram með lax­in­um og njótið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert