LKL Mínútusteik með kryddsmjöri og spínati

Lágkolvetna mínútusteik sem engan ætti að svíkja.
Lágkolvetna mínútusteik sem engan ætti að svíkja. mbl.is/

Hér kem­ur upp­skrift af mín­útu­steik sem sögð er of­ur­ein­föld og sér­deil­is bragðgóð. Upp­skrift­in er lág­kol­vetna og til­heyr­ir LKL pakk­an­um á

<a href="https://www.einntveir.is/" target="_blank">Einn, tveir og elda</a>

sem notið hef­ur mik­illa vin­sælda.

LKL Mínútusteik með kryddsmjöri og spínati

Vista Prenta
<strong>LKL Mín­útu­steik með krydds­mjöri og spínati</​strong> <em>fyr­ir 2</​em> <ul> <li>400 gr mín­útu­steik</​li> <li>12 stk kirsu­berjatóm­at­ar</​li> <li>6 grein­ar kórí­and­er</​li> <li>200 gr spínat</​li> <li>2 msk ólífu­olía</​li> <li>50 gr smjör</​li> <li>Sítr­ónupip­ar, paprikukrydd og salt eft­ir smekk</​li> </​ul>

Aðferð:

<ol> <li>Skerið tóm­at­ana í tvennt og setjið í skál</​li> <li>Saxið kórí­and­er gróf­lega og bætið við tóm­at­ana ásamt 2 msk af ólífu­olíu og klípu af sjáv­ar­salti</​li> <li>Hitið ólífu­olíu á pönnu. Kryddið mín­útu­steik­ina með salti og pip­ar og steikið á vel heitri pönnu í 2 mín­út­ur á hvorri hlið. Eld­un­ar­tími fer eft­ir hita­stigi pönn­un­ar og hversu vel þú vilt að steik­in sé elduð.</​li> <li>Berið steik­ina fram á sal­at­beðinu og toppið með krydds­mjöri. Njótið vel!​</​li> </​ol>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert