Spaghettí með brösuðum nautaskönkum

Þvílíkt girnilegur réttur hjá Karli Óskari.
Þvílíkt girnilegur réttur hjá Karli Óskari. Valgarður Gíslason

Fimm eða færri er áskor­un þar sem mat­reiðslu­menn lands­ins skora hver á ann­an og mark­miðið er að gera eins ein­fald­an mat og kost­ur er. Kokk­ar eru hins veg­ar fræg­ir fyr­ir hátt flækj­u­stig þannig að áskor­un­in er alla jafna bráðfynd­in þar sem mörg­um reyn­ist erfitt að halda sig inn­an marka. Hér get­ur að líta afrakst­ur Karls Óskars á Le Kock en þetta er nokkuð vel að verki staðið.

Spaghettí með brösuðum nautaskönkum

Vista Prenta

Spaghettí með brösuðum nauta­skönk­um

Fyr­ir 2-3
  • 2 sneiðar nautaskank­ar (einnig kallað Osso buco)
  • 2 stk. lauk­ar
  • 2 stk. ís­lensk­ar gul­ræt­ur
  • 3 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • 250 ml tóm­at­grunn­ur
  • 200 ml gott rauðvín
  • 800 ml vatn
  • 2 stk. nautakraftsten­ing­ar
  • 50 ml ólífu­olía
  • 1 hæfi­leg lúka af spaghettí
  • salt & svart­ur pip­ar

Aðferð: 

1. Byrjið á því að saxa græn­metið niður, það er smekks­atriði hversu fínt það er skorið. Hitið olíu í eld­föst­um potti og stillið heim­il­isofn­inn á 150°C. Gott er að dusta kjötsneiðarn­ar með smá hveiti og svo þarf að brúna þær vel á góðum hita, þar til brún og stökk húð er kom­in á all­ar hliðar. Græn­met­inu er bætt útí og hit­inn lækkaður. Salti og pip­ar sáldrað yfir og látið krauma í 5-10 mín­út­ur.

2. Hellið næst rauðvíni yfir og látið það malla niður um helm­ing. Hellið vatni og tóm­at­grunni útí ásamt súpu­ten­ing­um og setjið lok yfir pott­inn. Það er einnig mjög sterk­ur leik­ur að nota ein­hvers­kon­ar kjötsoð í staðinn fyr­ir vatn og sleppa ten­ing­un­um. Stingið pott­in­um inn í ofn­inn og hafið hann þar í 5-6 tíma.

3. Þegar kjötið er til­búið þarf að kippa legg­bein­un­um úr og rífa kjötið niður. Ef sós­an er aðeins of þunn er lítið mál hafa pott­inn yfir lág­um hita til þess að sjóða hana aðeins niður. Smakkið þetta til með salti og pip­ar, einnig er al­veg óhætt að leika sér og bæta ýms­um krydd­um útí.

4. Spaghettí er soðið að hefðbundn­um hætti þegar stytt­ist í mat­ar­tíma. Gott er að velta því upp úr ólífu­olíu, grófu salti og nýmuld­um pip­ar þegar það er til­búið.

5. Þá er hægt að bera þetta fram, gott er að fínsaxa vor­lauk og strá yfir disk­inn og ennþá betra að rífa hell­ing af par­mesanosti yfir þetta allt sam­an.

Karl Óskar tók áskorun Matarvefsins að þessu sinni.
Karl Óskar tók áskor­un Mat­ar­vefs­ins að þessu sinni. Val­g­arður Gísla­son
Veitingastaðurinn Le Kock.
Veit­ingastaður­inn Le Kock. Val­g­arður Gísla­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert