Beyglan sem mun breyta lífi þínu

Ásdís Ásgeirsdóttir

Kaffihúsið Emilie and the cool kids er að finna Hverfisgötunni. Allt er bakað á staðnum og samlokur lagaðar eftir pöntun. Kaffihúsið þykir sérlega vel heppnað og hér gefur að líta uppskrift að svokallaðri „Fat Mike“-beyglu sem er algjört sælgæti. 

„Fat Mike“-beygla

Miðað við eina beyglu

  • beygla (hægt að kaupa frosnar ef ekki heimabakaðar)
  • 2 sneiðar cheddarostur
  • 2-3 ræmur beikon
  • ½ lárpera
  • steiktur laukur
  • sætt sinnep

Aðferð:

  1. Ristið beyglubrauðið í ofninum eða í brauðrist.
  2. Bræðið ostinn á neðri helming beyglunnar í ofninum.
  3. Leggið beikonræmurnar og fínsneidda lárperuna yfir ostinn um leið og hann hefur verið bræddur.
  4. Stráið steiktum lauk yfir og toppið svo herlegheitin með sætu sinnepi.
Guðlaug, Emilie og Stephanie, eigendur kaffihússins Emilie and the cool …
Guðlaug, Emilie og Stephanie, eigendur kaffihússins Emilie and the cool kids. Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka