Beyglan sem mun breyta lífi þínu

Ásdís Ásgeirsdóttir

Kaffi­húsið Em­ilie and the cool kids er að finna Hverf­is­göt­unni. Allt er bakað á staðnum og sam­lok­ur lagaðar eft­ir pönt­un. Kaffi­húsið þykir sér­lega vel heppnað og hér gef­ur að líta upp­skrift að svo­kallaðri „Fat Mike“-beyglu sem er al­gjört sæl­gæti. 

Beyglan sem mun breyta lífi þínu

Vista Prenta

„Fat Mike“-beygla

Miðað við eina beyglu

  • beygla (hægt að kaupa frosn­ar ef ekki heima­bakaðar)
  • 2 sneiðar chedd­arost­ur
  • 2-3 ræm­ur bei­kon
  • ½ lárpera
  • steikt­ur lauk­ur
  • sætt sinn­ep

Aðferð:

  1. Ristið beyglu­brauðið í ofn­in­um eða í brauðrist.
  2. Bræðið ost­inn á neðri helm­ing beygl­unn­ar í ofn­in­um.
  3. Leggið bei­kon­ræm­urn­ar og fínsneidda lárper­una yfir ost­inn um leið og hann hef­ur verið brædd­ur.
  4. Stráið steikt­um lauk yfir og toppið svo her­leg­heit­in með sætu sinn­epi.
Guðlaug, Emilie og Stephanie, eigendur kaffihússins Emilie and the cool …
Guðlaug, Em­ilie og Stephanie, eig­end­ur kaffi­húss­ins Em­ilie and the cool kids. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert