LKL kjúklingur með avókadó og lime

Kjúklingur með avókadó, lime og tómatsalsa.
Kjúklingur með avókadó, lime og tómatsalsa. mbl.is/Einn, tveir og elda

Lág­kol­vetnafæði nýt­ur mik­illa vin­sælda og skyldi eng­an undra. Hér gef­ur að líta eins góm­sæta upp­skrift að kjúk­lingi með avóka­dó, lime og tóm­at­salsa. 

Rétt­ur­inn er fljót­leg­ur í fram­kvæmd og er heppi­leg­ur við flest til­efni - þá ekki síst þegar gera á vel við sig með bragðgóðum mat sem er um leið kol­vetnasnauður.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju snill­ing­anna í Einn, tveir og elda enda hafa LKL pakk­arn­ir frá þeim notið mik­illa vin­sælda. 

LKL kjúklingur með avókadó og lime

Vista Prenta

LKL kjúk­ling­ur með avóka­dó og lime

Fyr­ir tvo

  • 400 g úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 1 stk avóka­dó
  • 100 g kirsu­berjatóm­at­ar
  • 2 tsk Mexí­kó krydd­blanda
  • ½ lime
  • ½ dl ólífu­olía

Aðferð:

1. Byrjið á að hita ólífu­olíu á pönnu. Kryddið kjúk­ling­inn með mexí­kó krydd­blönd­unni og steikið á vel heitri pönn­unni í um það bil 2 mín­út­ur á hvorri hlið.

2. Leggið kjúk­ling­inn í eld­fast mót og setjið í 180°c heit­an ofn í um það bil 8 mín­út­ur eða þar til fulleldaður.

3. Skerið tóm­at­ana í tvennt og setjið í skál.

4. Skerið avóka­dóið langs­um, fjar­lægið stein­inn, afhýðið og skerið í litla bita. Bætið avóka­dó­inu í skál­ina með tómöt­un­um.

5. Setjið ½ dl af ólífu­olíu í tóm­at- og avóka­dó blönd­una ásamt klípu af pip­ar og kreist­um lime safa úr ½ lime. Blandið þessu vel sam­an og berið fram ásamt kjúk­linga­lær­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert