Kjötbollur með mozzarella og basiliku

Gómsætar í sósunni.
Gómsætar í sósunni. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þess­ar kjöt­boll­ur eru eitt­hvað sem all­ir verða að prófa enda erum við að tala um að þær eru mozzar­ella­fyllt­ar. Það er jafn­vel spurn­ing um að skella sér í ákveðna stór­versl­un í Garðabæ til þess að kaupa risa­poka af mozzar­ella til að geta gætt sér á þess­um dá­semd­ar­rétt reglu­lega. 

Upp­skrift­in kem­ur frá Svövu Gunn­ars á Ljúf­meti og lekk­er­heit og seg­ir hún að upp­skrift­in eigi ræt­ur sín­ar að rekja til Mat­plat­sen. 

Komnar á disk.
Komn­ar á disk. mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir

Kjötbollur með mozzarella og basiliku

Vista Prenta

Kjöt­boll­ur með mozzar­ella og basiliku (upp­skrift frá Mat­plat­sen)

  • 600 g nauta­hakk eða blanda af nauta- og svína­hakki
  • 1 poki með mozzar­ella
  • 1/​2 pakkn­ing fersk basilika
  • 4 sólþurrkaðir tóm­at­ar
  • 1 dl rjómi
  • 1 egg
  • salt og pip­ar
  • smör til að steikja í

Sósa:

  • steik­ing­ar­soð
  • 2 dl rjómi
  • 100 g phila­delp­hia­ost­ur
  • 1/​2 græn­metisten­ing­ur

Blandið hakki, eggi, rjóma, hakkaðri basiliku, hökkuðum sólþurrkuðum tómöt­um og mozzar­ella skorn­um í litla ten­inga. Saltið og piprið og mótið boll­ur.

Steikið boll­urn­ar við miðlungs­há­an hita, í nokkr­ar mín­út­ur og á öll­um hliðum, í vel af smjöri. Takið boll­urn­ar af pönn­unni og hrærið rjóma, phila­delp­hia og græn­metisten­ingi í steik­ing­ar­soðið. Látið suðuna koma upp og leggið síðan boll­urn­ar í sós­una. Látið sjóða við væg­an hita þar til boll­urn­ar eru fulleldaðar. Verði sós­an of þykk þá er hún þynnt með vatni.

Svona líta bollurnar út hráar.
Svona líta boll­urn­ar út hrá­ar. mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
Þessar bollur bræða hjörtu.
Þess­ar boll­ur bræða hjörtu. mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert