Grilluð T-bone steik að hætti meistarans

Nú fá einhverjir vatn í munninn.
Nú fá einhverjir vatn í munninn. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Grill­sum­arið er form­lega hafið og hér gef­ur að líta al­vöru djúsí T-bone steik eins og þær ger­ast best­ar. Það er eng­inn ann­ar en Ragn­ar Freyr - bet­ur þekkt­ur sem Lækn­ir­inn í eld­hús­inu sem á þessa upp­skrfit en hann tek­ur grill­mennsk­una föst­um tök­um.

Grilluð T-bone steik að hætti meistarans

Vista Prenta

Grilluð T-bone steik að hætti meist­ar­ans

  • Tvær stór­ar T-bein nauta­steik­ur
  • góð jóm­frúarol­ía
  • salt og pip­ar 

Aðferð:

  1. Þetta er lúx­us­biti og þarf ást og kær­leika kokks­ins. Ég skar í fit­una til að auðvelda henni að eld­ast.
  2. Penslaði kjötið með góðri jóm­frúarol­íu. Saltaði ríku­lega og pipraði. Blúss­hitaði kola­grillið og lagði meira að segja einn viðarbita í ann­an end­ann til að tryggja háan hita. Grillaði kjötið í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið.
  3. Reyndi að láta bit­ana standa upp á enda til að reyna að grilla merg­inn - kenn­ing­in er sú að hann þrýst­ist út í kjötið og gefi aukið uma­mi bragð. Þetta er eitt­hvað sem ég lærði af ít­ölsk­um kokki, Ant­onio, þegar ég var á ferðalagi um Tosk­ana síðastliðið vor.
  4. Þegar kjarn­hiti kjöts­ins var komið í rúm­ar 50 gráður kippti ég af grill­inu og hvíldi í rúm­ar fimmtán mín­út­ur.
  5. Ég vil hafa kjötið ör­lítið rautt að inn­an. Sum­ir vilja það meira eldað. Það er bara skera steik­ina í þunn­ar sneiðar og bjóða fólki það sem það vill. Verði ykk­ur að góðu.
Steikin nánast tilbúin.
Steik­in nán­ast til­bú­in. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
Ragnar vill hafa kjötið sitt vel rautt að innan.
Ragn­ar vill hafa kjötið sitt vel rautt að inn­an. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert