Dýrðlegt bökudeig á 15 mínútum

Heimagert deig setur lúxussvip á bökuna.
Heimagert deig setur lúxussvip á bökuna. mbl.is/Pinterest

Eins freist­andi og það er að skjót­ast út í búð og kaupa til­búið böku­deig er fátt sem jafn­ast á við heima­gert smjör­deig sem bráðnar í munni. Marg­ir mikla verkið ef­laust fyr­ir sér en þessi upp­skrift er sára­ein­föld og fljót­leg.

Dýrðlegt bökudeig á 15 mínútum

Vista Prenta

Dýrðlegt böku­deig á 15 mín­út­um

  • 3 boll­ar hveiti
  • 1 te­skeið salt
  • 1/​2 bolli smjör
  • 1/​2 bolli smjör­líki
  • 1/​2 bolli ískalt vatn

Aðferð:

  1. Takið stóra skál og blandið sam­an hveiti og salti. Passið að hafa smjörið og smjör­líkið kalt, það er lyk­il­atriði til að deigið verði stökkt. Bætið smjör­inu og smjör­lík­inu sam­an við þar til bland­an lík­ist grófri mylsnu, gott er að nota hend­urn­ar en einnig má nota hræri­vél, en gætið þess að blanda ekki of vel, það er í góðu lagi þó finn­ist kless­ur af smjöri inn á milli.
  2. Hrærið vatnið ró­lega sam­an við, í litl­um skömmt­um, og vinnið deigið þar til það rétt held­ur sér sam­an. Ekki hnoða deigið um of. Dreifið dass af hveiti á borðið og skiptið deig­inu í tvennt. Ann­ar hlut­inn fer und­ir böku­fyll­ing­una og hinn yfir. 

  3. Fletjið deig­in tvö út svo þau passi á um það bil 22 sentí­metra stórt hring­laga eld­fast mót, best er að það nái aðeins út fyr­ir brún­irn­ar. Leggið eitt deig á botn­inn í eld­fasta mótið og ýtið létt í botn­inn og upp með brún­um. Mokið eft­ir­læt­is­fyll­ing­unni yfir og leggið svo seinna deigið yfir her­leg­heit­in. Gott er að láta það ná niður fyr­ir deigið í botn­in­um og klípa þau sam­an með fingr­un­um svo tolli vel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert