Nýtt stell frá Royal Copenhagen

Royal Copenhagen kynnti á dögunum nýja línu af borðbúnaði sem …
Royal Copenhagen kynnti á dögunum nýja línu af borðbúnaði sem ber nafnið Blomst. mbl.is/RoyalCopenhagen

Borðbúnaður frá dönsku postu­líns­verk­smiðjunni Royal Copen­hagen hef­ur prýtt borðstof­ur lands­manna í ár­araðir. Stell­in frá þeim eru erfðagrip­ir sem ganga á milli kyn­slóða og eru vin­sæl hjá ung­um sem öldn­um, enda hef­ur fyr­ir­tækið hannað og fram­leitt gæða postu­lín síðan 1775. Royal Copen­hagen eru fræg­ir fyr­ir hvít postu­líns­stell með blá­um blóma­mynstr­um og marg­ir kann­ast ef­laust við Blue Flu­ted mat­ar­stellið sem kúrt hef­ur á óskalist­um ófárra brúðhjóna. Nú hef­ur Royal Copen­hagen bætt um bet­ur og kynnti á dög­un­um nýja línu af borðbúnaði sem ber nafnið Blomst. 

Það er hol­lenski listamaður­inn Wou­ter Dolk sem fékk heiður­inn af því að hanna nýja út­gáfu af blóma­mynstri fyr­ir stellið, en sam­kvæmt Royal Copen­hagen tók um fimm ár að vinna nýju lín­una. Nýja mynstrið er óður til fortíðar en það er unnið upp úr gömlu blóma­mynstri Royal Copen­hagen frá 1779 sem bar ein­fald­lega heitið ,,Patt­ern no. 2, Blue Flower.” Þetta hefðbundna og gam­aldags blóma­mynst­ur er hand­málað á ein­falt og nú­tíma­legt postu­lín svo úr verður fal­leg blanda af gömlu og nýju, og er stellið hið mesta stofustáss.

Þá er bara að krossa fing­ur og vona að stellið góða rati í búðir hér á landi. En borðbúnaðinn má grandskoða á heimasíðu Royal Copen­hagen.  

Borðbúnaður frá dönsku postulínsverksmiðjunni hefur prýtt borðstofur landsmanna í áraraðir.
Borðbúnaður frá dönsku postu­líns­verk­smiðjunni hef­ur prýtt borðstof­ur lands­manna í ár­araðir. mbl.is/​RoyalCopen­hagen
Listamaðurinn Wouter Dolk hannaði nýja útgáfu af blómamynstri fyrir Royal …
Listamaður­inn Wou­ter Dolk hannaði nýja út­gáfu af blóma­mynstri fyr­ir Royal Copen­hagen. mbl.is/​RoyalCopen­hagen
Nýja mynstrið er unnið upp úr gömlu blómamynstri Royal Copenhagen …
Nýja mynstrið er unnið upp úr gömlu blóma­mynstri Royal Copen­hagen frá 1779. mbl.is/​RoyalCopen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert