Galdurinn við gott kaffi

Chemex kaffikaraflan þykir góð til uppáhellinga.
Chemex kaffikaraflan þykir góð til uppáhellinga. mbl.is/Pinterest

Góður kaffi­bolli í morg­uns­árið get­ur komið manni í gír­inn til að tak­ast á við dag­inn. Á meðan sum­ir treysta á kaffi­hús bæj­ar­ins til að fá sopa af þess­um lífs­vökva árla morg­uns, þá finnst öðrum best að laga sitt kaffi í ró­leg­heit­um heima. Sum­um finnst það meira að segja jafn­ast á við góða hug­leiðslu að bauka við upp­á­hell­ingu í eld­hús­inu. Við spurðum kaffifróða hvað það væri sem gerði kaffi að góðu kaffi og voru flest­ir sam­mála um að atriðin tal­in upp hér að neðan væru væn­leg til vinn­ings og tækju kaffi­brasið upp á næsta stig:

  • Hitaðu kaffi­boll­ann með því að láta heitt vatn standa í hon­um góða stund, það held­ur kaff­inu heitu og þá er hægt að njóta þess leng­ur.
  • Notaðu fersk­ar, nýmalaðar kaffi­baun­ir. Þegar kaffi er búið að sitja lengi í opn­um poka, orðið gam­alt og staðið, þá tap­ar það bæði ilmi og bragði. Til að góða bragðið gufi hrein­lega ekki upp úr baun­un­um er mælt með því að nota kaffi­baun­ir inn­an við mánuði frá því að þær voru ristaðar. Oft má finna dag­setn­ingu rist­un­ar stimplaða á pok­ann.
  • Geymdu kaffi­baun­ir í loftþétt­um umbúðum og alls ekki frysta kaffið. Það geym­ist best við stofu­hita. Ekki er held­ur mælt með því að geyma kaffi í ís­skáp, nema þá í loft­tæmd­um umbúðum. Rak­inn úr baun­un­um get­ur gufað upp og þar að auki taka þær víst auðveld­lega í sig bragð af öðru í ís­skápn­um og hver vill kaffi með skinku­bragði?
  • Best er að mala baun­irn­ar rétt áður en hellt er uppá. Það þarf ekki að kosta aug­un úr að kaupa góða kaffikvörn, þær fást víða og marg­ar hverj­ar á góðu verði. Fróðir segja að kaffi missi bragð og ilm fljót­lega eft­ir að það er malað, og er það víst mín­útu­spurs­mál, svo ekki er mælt með því að mala það úti í búð og taka með heim til geymslu.
  • Malaðu kaffi­baun­irn­ar þar til þær eru eins og fínn sand­ur. Hitaðu vatnið upp að 90 gráðum. En hafið í huga að ef vatnið er of heitt þá get­ur kaffið orðið rammt á bragðið.
  • Sum­ir mæla með því að skola kaffifilter­inn með vatni áður en hann er notaður því ann­ars finn­ist keim­ur af pappa­bragði, en þetta ráð er lík­leg­ast fyr­ir þá með þróaðri bragðlauka.
  • Al­vöru kaffi­á­huga­menn og kon­ur nota marg­ir hverj­ir svo­kallaða „pour over met­hod“ eða „paper drip“ aðferð þegar laga á kaffi. Þá er hellt upp á kaffi í karöflu eða beint í boll­ann í gegn­um trekt með kaffifilter. Ef hella á beint í boll­ann nota marg­ir Hario V60 græju. Aðrir nota Chemex kaffi­könn­una góðu við þá upp­á­hell­ingu, en sú íkon­aíska kaffikarafla hef­ur prýtt mörg eld­hús­in í gegn­um tíðina og þykir í meira lagi fín.
  • Þegar þú hell­ir vatn­inu yfir kaffið, leyfðu kaff­inu að búbbla og freyða. Kaffið freyðir víst þegar losn­ar um kolt­ví­sýr­ing úr baun­un­um. Hægt er að sjá hvort kaffið er ferskt ef það freyðir, ef ekk­ert ger­ist þá ertu lík­leg­ast með of gam­alt kaffi. Bíddu í um 45 sek­únd­ur á meðan kaffið freyðir og helltu svo rest­inni af vatn­inu ró­lega yfir nýmalað kaffið í litl­um skömmt­um. Ef þú hell­ir of hratt og of miklu vatni í einu þá verður kaffið ekki eins bragðmikið.
  • Fólk hef­ur svo að sjálf­sögðu mis­un­andi smekk og bragðskyn og er því um að gera að prófa sig áfram með mis­mun­andi kaffi­teg­und­ir og aðferðir til að finna hvað hent­ar best.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert