Súkkulaði sushi gerir allt vitlaust

Nestlé í Japan eru þekktir fyrir að koma með nýstárlegar …
Nestlé í Japan eru þekktir fyrir að koma með nýstárlegar útgáfur af KitKat súkkulaðinu. mbl.is/nestle.co.jp

Flest­ir kann­ast við KitKat, súkkulaðið góða í rauðu umbúðunum. Í Jap­an er súkkulaðið sér­stak­lega vin­sælt og þykir ekk­ert slor að fá sér bita af því endr­um og eins. Sam­kvæmt CBS News má rekja vin­sæld­ir súkkulaðis­ins til þess að KitKat svip­ar til jap­anska orðatil­tæk­is­ins „kitto katsu“ sem þýðir „að vinna“. Því kann það góðri lukku að stýra fyr­ir nem­end­ur að taka með sér KitKat súkkulaði til að maula í próf­um, og einnig þykir fínt að gefa og fá KitKat súkkulaði að gjöf í Jap­an. Þó að við hérna í nyrðra könn­umst bara við gömlu góðu út­gáf­una af súkkulaðinu, þá fæst það í hvorki meira en minna en 350 mis­mun­andi bragðteg­und­um í Jap­an. Þar á meðal með romm­rús­ínu bragði, grænu tei, sojasósu og sæt­um kart­öfl­um.

Sköp­un­ar­gleðin ræður ríkj­um hjá Nestlé í Jap­an en þeir eru þekkt­ir fyr­ir að koma með brjálæðis­leg­ar út­gáf­ur af KitKat súkkulaðinu á hverju ári, og þá í tak­mörkuðu upp­lagi. Árið 2016 kom út rammá­fengt KitKat með Sake bragði og árið þar á und­an var súkkulaðið hjúpað ætu gulli. Í fyrra ætlaði allt um kolla að keyra þegar Nestlé kynnti KitKat Sus­hi til leiks. En í þeirri út­gáfu voru þrjár bragðteg­und­ir í boði, maguro (tún­fisk­ur), tamago (egg) og uni (ígul­ker). Það var þó ekki fiski­bragð af súkkulaðinu held­ur bragðaðist maguro bit­inn eins og hind­ber, tamago var með graskers­bragði en Uni eins og mel­óna. KitKatið hvíldi á hrísi hjúpað hvítu súkkulaði sem lít­ur út eins og hrís­grjóna­biti. Öllu var svo vafið inn í al­vöru þara.

Við bíðum spennt eft­ir nýrri súkkulaðisprengju frá KitKat fyr­ir Jap­anska markaðinn þetta árið, en þá sem dreym­ir enn um KitKat Sus­hi þurfa ekki að ör­vænta. Útgáf­an hlaut því­lík­ar vin­sæld­ir að hún verður áfram til sölu í KitKat Chocolatory búðinni sem opnaði í síðasta mánuði á Alþjóðaflug­velli Osaka, und­ir hand­leiðslu Ya­suaki Takagi súkkulaðimeist­ara.

Tamago bitinn er með graskersbragði sem ku tóna vel við …
Tamago bit­inn er með graskers­bragði sem ku tóna vel við þarann. mbl.is/​nestle.co.jp
Maguro bitinn bragðast eins og hindber
Maguro bit­inn bragðast eins og hind­ber mbl.is/​nestle.co.jp
Uni bitinn með melónubragði rennur ljúflega niður.
Uni bit­inn með mel­ónu­bragði renn­ur ljúf­lega niður. mbl.is/​nestle.co.jp
KitKat Chocolatory búðin opnaði nýlega á Alþjóðaflugvelli Osaka
KitKat Chocolatory búðin opnaði ný­lega á Alþjóðaflug­velli Osaka mbl.is/​nestle.co.jp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert