Ekta kúbversk samloka

Við höfum prófað okkur áfram með fjölda uppskrifta af kúbverskum …
Við höfum prófað okkur áfram með fjölda uppskrifta af kúbverskum samlokum en urðum ekki fyllilega ánægð fyrr en við fundum uppskrift Roy Choi af samlokunni góðu. mbl.is/recipetineats.com

Síðan við horfðum á mynd­ina „Chef“ sem finna má á Net­flix, með John Favr­eau í aðal­hlut­verki, þá höf­um við verið með kúbversk­ar sam­lok­ur eða „Cu­banos“ á heil­an­um. Geng­um við meira að segja svo langt í vit­leys­unni að panta okk­ur sér­stakt pan­ini­grill til að búa sam­lok­urn­ar til í tryllt­um elt­ing­ar­leik við hina full­komnu sam­loku. Við höf­um prófað okk­ur áfram með fjölda upp­skrifta en urðum ekki fylli­lega ánægð fyrr en við fund­um upp­skrift Roy Choi af sam­lok­unni góðu. Hér gef­ur að líta upp­skrift af hinni full­komnu kúbversku sam­loku frá Roy Choi, sem ku ein­mitt vera upp­runa­lega upp­skrift­in sem notuð var í mynd­inni Chef. En Roy Choi er rokk­stjarna í mat­ar­heim­um og þekkt­ur fyr­ir að bruna um Los Ang­eles á mat­ar­bíl (e. food truck) sem býður upp á kór­eska taco fusi­on gleði. En nóg um það, aft­ur að sam­lok­unni góðu. Hér er það sem til þarf:

Ekta kúbversk samloka

Vista Prenta

Ekta kúbversk sam­loka

<ul> <li>2 sneiðar af góðri skinku</​li> <li>4 stór­ar sneiðar af góðu svína­kjöti, til dæm­is hæg­eldaðri svína­öxl</​li> <li>2 sneiðar hvítt, mjúkt bagettu­brauð</​li> <li>Bráðið smjör</​li> <li>Sinn­ep</​li> <li>2 sneiðar ost­ur</​li> <li>2-3 súrsaðar gúrk­ur</​li> </​ul>

Aðferð

<div><ol> <li>Hitið pönnu í miðlungs­hita og bæði steikið skink­una og svína­kjötið á hverri lið þar til þær eru brúnaðar. Takið þær þá af pönn­unni og setjið á disk.<br/><​br/></​li> <li>Skerið bagu­ettu­brauðið niður í góða sam­loku­lengd og svo í tvo helm­inga fyr­ir sam­lok­una. <br/><​br/></​li> <li>Raðið svína­kjöti, skinku, osti og súr­um gúrk­um gaum­gæfi­lega á sam­loku­botn­inn. Munið að skera súru gúrk­urn­ar í af­lang­ar sneiðar. <br/><​br/></​li> <li>Smyrjið vænu lagi af sinn­epi inn í sam­loku­brauðið sem fer ofan á og leggið yfir áleggið.<br/><​br/></​li> <li>Notið pensil til að smyrja sam­loku­brauðið sem smjöri bæði að ofan og neðan, þetta er lyk­il­atriði sem má ekki klikka og alls ekki spara smjörið!<br/><​br/></​li> <li>Stingið sam­lok­unni í sam­lokugrillið og klemmið þétt niður í um það bil 3 mín­út­ur eða þar til sam­loku­brauðið er orðið gull­in­brúnt og stökkt og ost­ur­inn vel bráðnaður. Hér skipt­ir máli að sam­lokugrillið sé flatt en ekki rifflað. Ef þið eigið ekki slétt sam­lokugrill skulið þið ekki ör­vænta. Það má vel elda Cu­bano sam­lok­ur á venju­legri pönnu, notið þá pott til að þrýsta sam­lok­unni niður í pönn­una í 3 mín­út­ur á hverri hlið.<br/><​br/></​li> <li>Leyfið sam­lok­unni að standa í fá­ein­ar mín­út­ur áður en hún er bor­in á borð. Skerið hana í helm­inga og njótið í botn!</​li> </​ol></​div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert