Himnesk súkkulaðikaka með Beileys-ganache

Baileys súkkulaðikaka Svövu Gunnars.
Baileys súkkulaðikaka Svövu Gunnars. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Ef það er eitt­hvað sem þjóðarsál­in þarfn­ast þessa stund­ina þá er það ljúf­feng kaka. Þessi súkkulaðidá­semd með Bai­leys ganache er þess eðlis að hjartað tek­ur aukakipp af gleði og til­ver­an verður tölu­vert bjart­ari.

Það er Svava Gunn­ars sem á þessa upp­skrift en færsl­una henn­ar í heild sinni má lesa hér:

Him­nesk Bai­leyskaka - Ljúf­meti og lekk­er­heit

Himnesk súkkulaðikaka með Beileys-ganache

Vista Prenta

Súkkulaðikaka með Bai­leys ganache

(fyr­ir 8-10)

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 200 g smjör
  • 250 g syk­ur
  • 5 egg, hrærð létti­lega sam­an
  • 1 msk hveiti

Aðferð:

Bræðið smjörið í potti og bætið svo hökkuðu súkkulaði í pott­inn. Hrærið í pott­in­um þar til súkkulaðið hef­ur bráðnað.

Takið pott­inn af hit­an­um og hrærið sykri í blönd­una. Bætið eggj­un­um smátt og smátt út í og að lok­um er hveit­inu hrært sam­an við.

Setjið deigið í ca 22 cm köku­form, sem hef­ur verið klætt með bök­un­ar­papp­ír, og bakið á blæstri i um 25 mín­út­ur við 180°. Passið að baka kök­una ekki of lengi, hún á að vera blaut í sér.

Bai­leys ganache:

  • 250 g rjómasúkkulaði
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl Bai­leys
  • smá salt
  • 10 g smjör

Aðferð:

Hakkið súkkulaðið og setjið í skál. Setjið rjóma, Bai­leys og salt í pott og hitið að suðu. Hellið blönd­unni strax yfir súkkulaðið og látið standa í 1 mín­út­ur.

Hrærið svo sam­an þar til bland­an er slétt. Hrærið smjöri sam­an við. Það get­ur verið gott að nota töfra­sprota til að fá mjúka áferð en það er ekki nauðsyn­legt. Kælið blönd­una, hún þykkn­ar við það. Smyrjið yfir kök­una og skreytið að vild.

Það er ekkert að þessu.
Það er ekk­ert að þessu. mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert