Matartrend: pönnukökur!

Nú þykir flottast að flagga myndum af hnausþykkum stöflum af …
Nú þykir flottast að flagga myndum af hnausþykkum stöflum af nýlöguðum pönnukökum á samfélagsmiðlum. mbl.is/halbakedharvest.com

Orðið í eld­hús­inu er að marið avóka­dó, eða lárpera, á ristaðri brauðsneið sé á hraðri niður­leið hvað varðar vin­sæld­ir og vænn stafli af pönnu­kök­um með hlyn­sýrópi sé málið.

Flest­ir kann­ast ef­laust við að fletta í gegn­um in­sta­gram og sjá fjöl­marg­ar mynd­ir af krömdu avóka­dó hvíla á ristaðri brauðsneið með salti og pip­ar, og mögu­lega dass af tómöt­um hjá þeim allra flippuðustu. Þotulið sam­fé­lags­miðils­ins in­sta­gram eiga það flest sam­eig­in­legt að hafa á ein­hverj­um tíma­punkti klifrað upp á stól á góðum bistro til að ná hinni full­komnu mynd af brauðsneiðinni í þeim til­gangi að birta hana á in­sta­gram og lík­legt að myllu­merk­in #avoca­dotoast eða #avoca­dolover eða jafn­vel #avotoast hafi fengið að fljúga með.

En það sem þykir flott einn dag­inn er hallæris­legt þann næsta og er full vinna að fylgj­ast með hvað er móðins hverju sinni á sam­fé­lags­miðlum. Vilja in­sta­gram sér­fræðing­ar meina að nú sé í meira lagi lummu­legt að hlaða upp mynd­um af avóka­dóbrauðsneiðinni frægu, og þyki núna flott­ast að flagga mynd­um af hnausþykk­um stöfl­um af ný­löguðum pönnu­kök­um. Við verðum að viður­kenna að við erum spennt fyr­ir þess­ari nýj­ung, enda mögu­leik­arn­ir tals­vert meiri í pönnu­kök­um en avóka­dóbrauðsneiðum. Hægt er að finna allt frá prótein­pönnu­kök­um einkaþjálf­ara born­ar á borð með mögr­um skyrsós­um, upp í smjör­steikt­ar kol­vetnasprengj­ur löðrandi í hlyn­sýrópi.

Það jafn­ast fátt á við loft­kennda pönnu­köku, með væn­um slurk af sýrópi og hand­fylli af blá­berj­um, til að róa sál­ina eft­ir erfiðan dag. Þá er um að gera að skoða myllu­merk­in #panca­keporn #panca­kestack og #panca­kesunday á in­sta­gram til að fyll­ast inn­blæstri fyr­ir næstu pönnu­köku­gerð. 

Hallærislegt þykir orðið að deila myndum af avókadó á ristuðu …
Hallæris­legt þykir orðið að deila mynd­um af avóka­dó á ristuðu brauði. mbl.is/​gimmedelicious.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert