Tjúlluð Snickers-kaka

mbl.is/cravingsofalunatic.com

Þessi er alls ekki fyr­ir þau sem eru að passa kó­lester­ólið. Af þess­ari kal­oríu­bombu þarf aðeins nokkra munn­bita. Hún geym­ist vel í frysti og gott að eiga til að grípa í þegar gest­ir kíkja óvænt við í kaffi. Munn­biti af þess­ari með ein­um rót­sterk­um kaffi­bolla stein­ligg­ur. 

Skipt­ist upp­skrift­in upp í fjóra hluta, kök­una, syk­ur­púðakrem, kara­mellusósu og súkkulaðihjúp.

Tjúlluð Snickers-kaka

Vista Prenta

Tjúlluð Snickers-kaka

Kak­an

  • 150 gr. smjör
  • 250 gr. súkkulaði
  • 200 gr. syk­ur
  • 2 stór egg
  • 100 gr. hveiti
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 2 msk. kakó

 Kara­mellusósa:

  • 1 bolli ljós púður­syk­ur
  • 4 msk. smjör
  • ½ bolli rjómi
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • klípa af salti
Syk­ur­púðafyll­ing
  • 5 msk. hnetu­smjör
  • 1 dós syk­ur­púðakrem (við not­um kremið frá Fluff)
  • 100 gr. ristaðar hnet­ur

 Súkkulaðihjúp­ur

  • 250 gr. dökkt súkkulaði

 Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 170 gráður. Bræðið smjörið á lág­um hita. Saxið súkkulaðið og bætið við, bræðið sam­an við smjörið og takið svo af hit­an­um og leyfið að kólna í pott­in­um.

  2. Þeytið egg og syk­ur þar til það er létt og ljóst. Bætið þá við vanillu, hveiti og kakó og hrærið þar til bland­an er orðin slétt og mjúk. Hellið þá súkkulaði-smjör­blönd­unni sam­an við og hrærið vel.

  3. Leggið bök­un­ar­papp­ír í eld­fast mót sem er um það bil 20x20 sentí­metr­ar (gott er að nota þvottaklemm­ur til að klemma bök­un­ar­papp­ír­inn fast­an á brún­irn­ar, muna bara að taka þær af þegar deigið er komið í mótið og áður en því er stungið inn í ofn). Bakið á 170 gráðum í 30 mín­út­ur. Takið kök­una úr ofn­in­um og kælið vel.

  4. Blandið þá hnetu­smjöri sam­an við syk­ur­púðakrem og hnet­ur og hellið ofan á kök­una. Það má nota hvaða hnet­ur sem er, salt­hnet­ur, cashew-hnet­ur og þess vegna möndl­ur. Stingið henni aft­ur í kæli.

  5. Búið til kara­mellusósu með því að blanda sam­an púður­sykri, smjöri, rjóma, vanillu­drop­um og klípu af salti og sjóðið létt í potti á meðal­hita. Hrærið reglu­lega í sós­unni á meðan hún sýður eða þar til hún þykkn­ar. Leyfið kara­mell­unni að kólna og hellið henni því næst ofan á syk­ur­púðalagið og stingið kök­unni aft­ur í kæli.

  6. Bræðið súkkulaði í vatnbaði og hjúpið kök­una, við mæl­um með því að strá léttu lagi af sjáv­ar­salti yfir að lok­um. Kælið kök­una þar til hún er orðin vel stíf, hægt er að bera hana fram í heilu lagi, en einnig er hægt að skera hana niður í kon­fekt­stærð af bit­um.
Munnbiti af þessari með einum rótsterkum kaffibolla hressir hvern sem …
Munn­biti af þess­ari með ein­um rót­sterk­um kaffi­bolla hress­ir hvern sem er við. mbl.is/​cra­ving­sofalunatic.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert