Löðrandi samloka með bráðnuðum osti

Það er ekkert að þessari samloku.
Það er ekkert að þessari samloku. mbl.is/How Sweet Eats

Þessi stór­feng­lega sam­loka er sann­kallaður gleðigjafi. Í upp­runa­legu upp­skrift­inni er kveðið á um að hinn marg­frægi font­ina ost­ur sé notaður. Sé hann hins veg­ar ekki í boði er mælst til að sam­bæri­leg­ur mild­ur og rjóma­kennd­ur ost­ur sér notaður - eins og til dæm­is mild­ur gouda ost­ur. 

Við vilj­um hins veg­ar taka þetta skref­inu lengra og næla okk­ur í ca­m­em­bert eða brie ost. 

Hvort held­ur sem er þá er þetta klár­lega það sem við mynd­um skil­greina sem „sjúk­lega sam­loku“ og eitt­hvað sem nauðsyn­legt er að prófa. 

Löðrandi samloka með bráðnuðum osti

Vista Prenta

Löðrandi sam­loka með bráðnuðum osti

  • 1 brauðhleif­ur - súr­deigs­brauð pass­ar vel
  • 1 box af fersk­um bróm­berj­um (300-400 g)
  • 12-15 basil­lauf
  • 180-200 g font­ina ost­ur (hægt að nota mild­an gouda ost í staðinn eða jafn­vel ca­meme­bert er þú ert í stuði)
  • 2 msk ólífu­olía

Aðferð:

Saxið basil­lauf­in.

Takið stóra skál og í hana skal setja bróm­ber­in og basil­lauf­in og blanda þeim sam­an með gaffli. Takið pönnu og hitið hana upp en á lág­um hita þó. 

Smyrjið brauðsneiðarn­ar með ólífu­olíu og steikið létt á pönn­unni. Þegar þið snúið sneiðunum skal setja eina góða ostsneið á hverja sneið og síðan mat­skeið eða svo af berja/​basil blönd­unni. Leyfið sneiðinni að dvelja á pönn­unni uns ost­ur­inn fer að bráðna. 

Takið af pönn­unni. Setjið sam­lok­urn­ar sam­an og njótið vel. 

Heim­ild: How Sweet Eats

Samlokustafli sem fær hjartað til að taka aukaslag.
Sam­lokustafli sem fær hjartað til að taka auka­slag. mbl.is/​How Sweet Eats
Brauð + basil + brómber + ostur
Brauð + basil + bróm­ber + ost­ur mbl.is/​How Sweet Eats
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert