Saltkringlusúkkulaði með karamellu

Saltkringlurnar, karamellan og súkkulaðið er dúndurblanda sem bráðnar í munni.
Saltkringlurnar, karamellan og súkkulaðið er dúndurblanda sem bráðnar í munni. mbl.is/howsweeteats.com

Þetta er heims­ins ein­fald­asta kon­fekt og mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir. Við mæl­um þó ein­dregið með þess­ari upp­skrift, salt­kringl­urn­ar, kara­mell­an og súkkulaðið er al­veg dúnd­ur­blanda sem bráðnar í munni. Grunn­ur­inn er plata af bráðnu súkkulaði og svo er í raun hægt að hrúga hverju sem hug­ur­inn girn­ist ofan á súkkulaðið og skera í litla kon­fekt­mola. Þar að auki er þetta með ein­dæm­um fal­legt kon­fekt og al­veg fyr­ir­tak að raða í litla öskju eða stinga í smart krukku og gefa í gjöf.

Saltkringlusúkkulaði með karamellu

Vista Prenta

Salt­kringlu­súkkulaði með kara­mellu

  • 2 boll­ar brytjað súkkulaði (dökkt, ljóst, hvað sem kem­ur ykk­ur til)
  • 2 boll­ar litl­ar salt­kringl­ur
  • 1 bolli syk­ur
  • 6 mat­skeiðar smjör
  • ½ bolli rjómi
  • 1 ½ bolli salt

Aðferð

  1. Við byrj­um á því að búa til kara­mell­una. Bræðið syk­ur á pönnu við lág­an hita þar til hann er orðinn fljót­andi. Bætið þá við smjöri og hrærið ró­lega sam­an þar til það bráðnar. Hellið þá rjóm­an­um smám sam­an sam­an við, hækkið hit­ann og látið krauma í 1 mín­útu en gætið þess að hræra stöðugt. Takið kara­mell­una af hit­an­um og hrærið saltið sam­an við. Leyfið kara­mell­unni að kólna aðeins.
  2. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið um það bil ¾ á bök­un­ar­papp­ír. Dreifið úr súkkulaðinu með sleif svo úr verði nokkuð jöfn plata.
  3. Dreifið salt­kringl­um yfir súkkulaðið á meðan það er enn blautt og klístrað. Hellið því næst kara­mell­unni yfir, látið hana drjúpa fram og til baka. Dreifið rest­inni af brytjaða súkkulaðinu yfir og stingið inn í frysti í nokkr­ar klukku­stund­ir.
  4. Þegar súkkulaðiplat­an er orðin stíf má brytja hana niður í mola og geyma í boxi í kæli.
Þetta er með eindæmum bragðgott og fallegt konfekt sem sniðugt …
Þetta er með ein­dæm­um bragðgott og fal­legt kon­fekt sem sniðugt er að stinga í smart krukku og færa ein­hverj­um í gjöf. mbl.is/​howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert