Bestu eldhúsplönturnar

Fátt frískar upp á eldhúsið eins og falleg planta.
Fátt frískar upp á eldhúsið eins og falleg planta. mbl.is/pinterest

Allt er vænt sem vel er grænt og fátt frískar upp á eldhúsið eins og falleg planta. Við tókum saman nokkrar plöntur sem allar eiga það sameiginlegt að pluma sig vel í eldhúsi, eru þokkalega auðveldar í umönnun og harðgerðar, svo jafnvel svæsnustu plöntuníðingar ættu að ná að halda í þeim lífi. 

Bergfléttan er fullkomin til að setja í hengipotta í eldhúsinu, …
Bergfléttan er fullkomin til að setja í hengipotta í eldhúsinu, hana er auðvelt að rækta innandyra, svo lengi sem hún fær gott sólarljós. mbl.is/Bakker

Bergflétta (Hedera Helix)

Bergfléttan er fullkomin til að setja í hengipotta í eldhúsinu, hana er auðvelt að rækta innandyra, svo lengi sem hún fær gott sólarljós. Bergflétta er falleg og auðveld planta, og þess þá heldur hjálpar hún til við að hreinsa loftið. En gætið þess að gæludýr komist ekki nálægt henni þar sem hún er eitruð fyrir hunda og ketti. 

Aloe Vera er fyrirtaks planta til að hafa í eldhúsinu, …
Aloe Vera er fyrirtaks planta til að hafa í eldhúsinu, þar að auki er ættu öll eldhús að hafa að minnsta kosti eina Aloe Vera plöntu því hún svínvirkar á bruna. mbl.is/pinterest

Aloe Vera

Aloe Vera plöntu er mjög erfitt að koma fyrir kattarnef og því fyrirtaks planta til að hafa í eldhúsinu, þar að auki er ættu öll eldhús að hafa að minnsta kosti eina Aloe Vera plöntu því hún svínvirkar á bruna. Ef þú brennir þig á heitum potti eða á bakarofninum skaltu rífa einn stöngul af plöntunni og kreista gelddropa úr blaðinu yfir brunann. Plantan góða bæði linar sviða og græðir brunasár. 

Okkur finnst Tannhvöss Tengdamamma afskaplega falleg og þar að auki …
Okkur finnst Tannhvöss Tengdamamma afskaplega falleg og þar að auki er hún nær ódrepandi. mbl.is/MyDomaine

Tannhvöss Tengdamamma (Sansevieria Trifasciata )

Þessi þykkblöðungur er góður til þess brúks að hreinsa bensíngufur, enda er þeim plantað á flestar umferðareyjur í stórborginni Hong Kong til að hjálpa til að hreinsa loftið. Okkur finnst hún afskaplega falleg og þar að auki er hún nær ódrepandi. Hún plumar sig vel bæði í beinu sólarljósi, og líka í hálfskugga svo hægt er að koma henni fyrir nánast hvar sem er á heimilinu, það eina sem þarf að passa er að ofvökva hana ekki.

Jafnvel mestu klaufum gengur illa að ráða veðhlaupara af dögunum, …
Jafnvel mestu klaufum gengur illa að ráða veðhlaupara af dögunum, en plantan er alveg einstaklega harðgerð. mbl.is/Haarkon

Veðhlaupari (Chlorophytum comosum)

Jafnvel mestu klaufum gengur illa að ráða veðhlaupara af dögunum, en plantan er alveg einstaklega harðgerð. Þessi græna, væna planta er með dökkgræn og grönn aflöng blöð með hvítri rönd í miðju blaðsins. Hún er dugleg að hreinsa formaldehýð úr loftinu, en það kann einmitt að valda ofnæmi og astma. Stofuhiti hentar þessari plöntu vel, en hún þrífst best á björtum stað og er því gott að koma henni fyrir nálægt glugga, en gætið þess þó að láta hana ekki standa í beinni sól lengi. 

Hin hringlóttu blöð Kínversku Peningaplöntunnar þykja hið mesta stofustáss og …
Hin hringlóttu blöð Kínversku Peningaplöntunnar þykja hið mesta stofustáss og hefur plantan átt miklum vinsældum að fagna hér á landi. mbl.is/Gardenista

Kínversk Peningaplanta (Pilea Peperomioides)

Kínverska peningaplantan er afskaplega auðveld í umönnun, og í meira lagi falleg. Hin hringlóttu blöð þykja hið mesta stofustáss og hefur plantan átt miklum vinsældum að fagna hér á landi. Hún er mjög dugleg að fjölga sér og lítið mál að taka af henni afleggjara og láta áfram til vina og vandamanna.

Kaktusar og þykkblöðungar geta lifað dögum, jafnvel vikum saman án …
Kaktusar og þykkblöðungar geta lifað dögum, jafnvel vikum saman án þess að fá vatn og fara afskaplega vel í eldhúsgluggum. mbl.is/GardensIllustrated

Þykkblöðungar (Succulents)

Um kaktusa og þykkblöðunga, gildir annað en um blaðplöntur, þessháttar plöntur hafa þá eiginleika að geyma vatn í vefjum sínum til að lifa af þurrkatíma. Þess vegna eru þetta fyrirtaks plönum fyrir önnum kafið fólk. Aloe Vera plantan og Tannhvöss Tengdamamma eru dæmi um þykkblöðunga. Kaktusar og þykkblöðungar geta lifað dögum, jafnvel vikum saman án þess að fá vatn og fara afskaplega vel í eldhúsgluggum.

Vinsælt er að rækta ferskar kryddjurtir á borð við myntu, …
Vinsælt er að rækta ferskar kryddjurtir á borð við myntu, basil steinselju og rósmarín heima fyrir. mbl.is/FreePeople

Kryddjurtir

Það er að sjálfsögðu enginn með græna fingur og eldhúsblæti sem ekki ræktar að minnsta kosti nokkrar ferskar kryddjurtir í eldhúsglugganum hjá sér. Vinsælt er að rækta til dæmis myntu, basil steinselju og rósmarín heima fyrir. Best er að nota ferskar kryddjurtir fljótlega eftir afskurð. Ef þið notið meira af myntu en basil til dæmis, er um að gera að rækta fleiri af þeirri tegund svo ekki sé gengið of nærri hverri plöntu.

Heimild: Garðheimar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka