Eftirrétturinn sem er betri en allt

Þetta er einn af þessum réttum sem geta ekki klikkað.
Þetta er einn af þessum réttum sem geta ekki klikkað. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Ef að Berg­lind Guðmunds seg­ir það þá hlýt­ur það að vera satt. Við tök­um hana alla­vega trú­an­lega og ætl­um að skella í þessa elsku fyr­ir kvöldið.

Við ráðleggj­um ykk­ur að gera slíkt hið sama enda get­ur þessi eft­ir­rétt­ur ekki klikkað.

Gul­ur, rauður, grænn og salt.

Eftirrétturinn sem er betri en allt

Vista Prenta

Betri en allt eft­ir­rétt­ur­inn

  • 3 dl hveiti
  • 3 dl smjör, mjúkt
  • 3 dl pek­an­hnet­ur, saxaðar
  • 230 g rjóma­ost­ur
  • 2 1/​2 dl flór­syk­ur
  • 500 g sýrður rjómi, t.d. 18% frá Mjólku
  • 2 pakk­ar súkkulaðibúðing­ur
  • 1 l mjólk

Aðferð:

  1. Hnoðið hveiti og smjör sam­an og bætið söxuðum pek­an­hnet­um sam­an við (geymið smá til að setja ofaná). Bakið í 175°c heit­um ofni í 20 mín­út­ur. Takið úr ofni og kælið.
  2. Hrærið rjóma­osti og flór­sykri sam­an og bætið 300 g af sýrðum rjóma sam­an við. Setjið rjóma­osta­blönd­una yfir pek­an­hnetu­botn­inn.
  3. Blandið mjólk­inni sam­an við búðing­inn látið standa aðeins og setjið síðan yfir rjóma­osta­blönd­una.
  4. Setjið af­gang­inn af sýrða rjóm­an­um yfir allt og stráið söxuðum hnet­um og súkkulaði yfir. Setjið í kæli og geymið þar til hann er bor­inn fram. Þenn­an rétt er frá­bært að gera deg­in­um áður og geyma í kæli yfir nótt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert