Grískur sítrónukjúklingur

Þröstur Sigurðsson eða Töddi er mikill meistari í eldhúsinu.
Þröstur Sigurðsson eða Töddi er mikill meistari í eldhúsinu. mbl.is/Þröstur Sigurðasson

Það er nauðsyn­legt að vera á alþjóðleg­um nót­um þessa helg­ina enda árs­hátíð Evr­ópu hald­in á laug­ar­dag­inn í Lissa­bon. Við erum að sjálf­sögðu að tala um Eurovisi­on keppn­ina og heyrst hef­ur að mik­il stemn­ing sé fyr­ir alls kyns þjóðleg­um rétt­um hinna ýmsu Evr­ópu­landa. 

Hér gef­ur að líta stór­góðan rétt sem Þröst­ur Sig - eða Töddi á heiður­inn að.

Töddi held­ur úti mat­ar­blogg­inni Töddi bras­ar og við leyf­um okk­ur að full­yrða að bloggið hans sé með þeim skemmti­legri. 

En prófið... fáið smá gríska stemn­ingu í kof­ann og njótið vel. 

Tilbúinn í ofninn.
Til­bú­inn í ofn­inn. mbl.is/Þ​röst­ur Sig­urðas­son

Grískur sítrónukjúklingur

Vista Prenta

Grísk­ur sítr­ónukjúk­ling­ur, full­kom­inn fyr­ir Eurovisi­on!

  • ólívu­olíu
  • 4 sítr­ón­ur
  • kart­öfl­ur
  • rauðlauk
  • græn­ar ólív­ur
  • 4 kjúk­linga­bring­ur
  • hveiti
  • 3 egg
  • rasp­ur
  • hvít­lauks­duft
  • or­egano
  • par­mes­an (nóg af hon­um)
  • salt
  • pip­ar

Aðferð:

  1. Ég byrja á að hita ólívu­olíu, salt og börk af einni og hálfri sítr­ónu í potti, þegar það er kom­inn upp smá hiti þá swir­l­ar maður þetta sam­an, þá er olí­an kom­in með sítr­ónu­keim.
  2. Sker niður kart­öfl­ur og rauðlauk og set í stórt eld­fast mót ásamt ólív­un­um, helli ol­í­unni þar yfir, or­egano og smá salt og pip­ar.
  3. Þá er það raspur­inn, mér finnst best að stilla þessu upp í þrjár skál­ar og ímynda mér að ég sé að vinna á færi­bandi í Sal­at­hús­inu…í einni skál er bara hveiti, þeirri næstu egg og svo er það raspbland­an sem inni­held­ur rasp, hvít­lauks­duft, salt, fullt af par­mes­an og kjöt af einni og hálfri sítr­ónu.
  4. Kjúk­linga­bring­urn­ar eru svo skorn­ar í sirka 3 bita hver, velt upp úr hveiti, svo eggj­um, svo raspblönd­unni og lagt ofan á græn­metið. Skreyti með sítr­ónusneiðum.
  5. Baka þetta svo í ofni á 200°C í 45 mín­út­ur.
  6. Ilm­ur­inn úr eld­hús­inu er svo lokk­andi að ég er far­inn að stíga tryllt­an zorba!
  7. Ég tek svo kjúk­ling­inn af græn­met­inu og leyfi hon­um að hvíla, blasta svo græn­metið á blæstri í 15 mín.
  8. Þá er komið að x-factorn­um, leyni­atriðinu, hun­angssinn­eps­sóunni í pylsu­end­an­um (frá Bahncke).
  9. Þessi svo­kallaða graflaxsósa er besta hun­angssinepssós­an á markaðnum í dag…og hún hef­ur ekk­ert með lax að gera, ekki láta brús­an blekkja ykk­ur, þetta er sturlun.
Sérlega girnilegur kjúklingur að hætti Tödda.
Sér­lega girni­leg­ur kjúk­ling­ur að hætti Tödda. mbl.is/Þ​röst­ur Sig­urðas­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert