Skotheld uppskrift að Chilimajó!

Chilimajónes geymist vel í kæli.
Chilimajónes geymist vel í kæli. mbl.is/Hanna Þóra

Það heit­asta á borðum lands­manna þessi dægrin er chilimajó. Fyr­ir þá sem koma af fjöll­um er um að ræða maj­ónes sem búið er að bæta chili og alls kyns góðgæti sam­an við svo úr verður ein al­besta sósa norðan Alpa­fjalla. 

Hér fáum við upp­skrift frá Hönnu Þóru sem er al­gjör negla. Sjálf seg­ir Hanna Þóra að best sé að kaupa ferskt chili, hengja það út í glugga og láta það þorna aðeins. 

Mat­ar­blogg Hönnu Þóru.

Skotheld uppskrift að Chilimajó!

Vista Prenta

Skot­held upp­skrift að Chilimajó!

  • 2 – 3 þurrkuð chili
  • 2 – 3 dl vatn
  • 1 msk olía
  • 1 – 2 tsk papriku­duft
  • 1 tsk tóm­at­púrra
  • ögn af cayenn­ep­ip­ar
  • 2 dl maj­o­nes
  • 1 dl sýrður rjómi
  • ½ – 1 tsk or­eg­anó
  • salt
Aðferð:
  1. Chili sett á heita pönnu – látið vera þar í 3 – 4 mín­út­ur og snúið við reglu­lega
  2. Vatni hellt yfir og látið sjóða í 5 – 6 mín­út­ur und­ir loki
  3. Chili tekið upp úr og látið kólna. Ekki henda vatn­inu – það má nota í pot­trétti eða sós­ur
  4. Stilk­ar tekn­ir af og chili fræhreinsuð – söxuð eða sett í mat­vinnslu­vél
  5. Olíu, papriku­dufti, tóm­at­púrru og cayenn­ep­ip­ar blandað sam­an við chilimaukið
  6. Maj­o­nesi og sýrðum rjóma bætt við smám sam­an
  7. Kryddað með or­eg­anó og salti

Geymsla: Geym­ist mjög vel í kæli.

Hér er búið mauka chili-ið rækilega.
Hér er búið mauka chili-ið ræki­lega. mbl.is/​Hanna Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert