Suðræn veisla fyrir partýið

mbl.is/Bjargey Ingólfsdóttir

Þegar halda á al­menni­lega veislu er eins gott að hafa hana suðræna og sjóðheita. Hér gef­ur að líta Mexí­kó-veislu eins og þær ger­ast best­ar.

Það er Bjargey Ing­ólfs­dótt­ir sem held­ur úti blogg­inu Bjargey & co sem á heiður­inn að þess­ari veislu og hún er stút­full af girni­leg­um upp­skrift­um.

Snappið henn­ar Bjargeyj­ar er bjargeyogco og bloggið henn­ar er Bjargey & Co

Snapchat: bjargeyogco

mbl.is/​Bjargey Ing­ólfs­dótt­ir

Suðræn veisla fyrir partýið

Vista Prenta

Spicy kjúk­linga Qu­es­a­dilla

  • Kjúk­ling
  • Tortill­ur
  • Fajitas krydd
  • Chilli pepp­er krydd
  • Rjóma­ost
  • Púrru­lauk
  • Chedd­ar ost

Steikið niður­skor­inn kjúk­ling­inn á pönnu og kryddið með fajitas og chilli pepp­er kryddi, magn eft­ir smekk. Smyrjið rjóma­osti á tvær tortill­ur og setjið kjúk­ling­inn ásamt niður­skorn­um púrru­lauk og chedd­ar osti á milli. Setjið meiri chedd­ar ost á topp­inn og bakið þær í ofni við 170 gr. þar til tortill­urn­ar hafa hitnað í gegn og ost­ur­inn hef­ur brún­ast. Skerið þær svo í pass­leg­ar sneiðar með pizza­hníf þegar þær koma úr ofn­in­um.

mbl.is/​Bjargey Ing­ólfs­dótt­ir
Prenta

Það er hrika­lega gott að dýfa Qu­es­a­dill­un­um í Guaca­mole og hér er upp­skrift af sjúk­lega góðu Guaca­mole sem slær alltaf í gegn!

  • 2 stór þroskuð avóca­do
  • 1 hvít­lauksrif
  • 1/​2 rauðlauk­ur
  • Skvetta af safa úr lime
  • Smátt skor­inn korí­and­er
  • Salt og pip­ar

Blandið öllu sam­an og maukið með töfra­sprota!

Suðræn og sjóðheit veisla.
Suðræn og sjóðheit veisla. mbl.is/​Bjargey Ing­ólfs­dótt­ir
Prenta

Síðan er svaka­lega gott að hafa Súper Nachos með, en það er svaka­lega ein­falt að út­búa. Setjið nachos flög­ur í eld­fast mót, setjið eldaðan kjúk­ing í bit­um útá, niður­skor­inn mexí­kó ost, papriku, cheddd­ar ost og ör­lítið chilli eða jalapenos – allt eft­ir smekk hvers og eins og hitið í ofn þar til ost­ur­inn er bráðinn.

Ferskt Salsa er nauðsyn­legt með þess­um sjúk­lega góðu Súper Nachos……

Upp­skrift af fersku Salsa:

  • 4 stór­ir tóm­at­ar
  • 1/​2 rauðlauk­ur
  • stein­selja
  • kórí­and­er
  • safi úr lime
  • sjáv­ar­salt

Saxið tóm­at­ana, rauðlauk­inn og kryd­d­jurtirn­ar. Blandið sam­an og setjið ör­lítið sjáv­ar­salt og skvettu af safa úr lime út á!

Nauta­hakks Mexí­kó Ou­es­a­dillas:

Í upp­skrift­ina þarftu:

  • Tortillas
  • Nauta­hakk
  • Salsasósu
  • Taco krydd
  • Mexí­kó ost
  • Rauða papriku
  • Rauðlauk
  • Chedd­ar ost

Steikið hakkið á pönnu og kryddið með Taco kryddi. Hellið salsa sósu útá hakkið og setjið á tortill­ur. Setjið ost­inn, paprik­una og rauðlauk­inn með og lokið. Setjið Chedd­ar ost yfir og bakið í ofni við 170 gráður þar til ost­ur­inn er bráðinn.

mbl.is/​Bjargey Ing­ólfs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert