Svona býrðu til hlynsírópsbeikon

Þetta sykursætsalta beikon tekur brönsinn upp á næsta stig.
Þetta sykursætsalta beikon tekur brönsinn upp á næsta stig. mbl.is/theclevercarrot

Þessi uppskrift er fyrir sérlegt áhugafólk um beikon, en hlynsíróps-beikon er fullkomin blanda af sætu og söltu. Þennan trylling tekur ekki nema 5 mínútur að undirbúa og sirka 25 mínútur í ofni. Þegar þú hefur smakkað þessa uppskrift verður ekki aftur snúið. Kaloríur, smaloríur.

Hlynsírópsbeikon

  • 1 pakki beikon
  • 1/3 bolli hlynsíróp
  • ½ bolli púðursykur   

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið hlynsíróp í skál og takið fram pensil.

  2. Raðið beikoninu hlið við hlið á ofngrind og setjið ofnskúffu með bökunarpappír undir til að grípa fituna. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til beikonið er rétt að verða stökkt.

  3. Takið beikonið út og penslið eina hlið með hlynsírópsblöndunni og stingið aftur inn í ofn í 2-3 mínútur. Endurtakið svo leikinn með því að taka beikonið aftur út og snúa því við. Penslið hina hliðina með sírópsblöndunni og setjið aftur inn í ofn í 2-3 mínútur eða þar til beikonið er orðið stökkt og glansandi.

  4. Sumir vilja sáldra smávegis af svörtum pipar eða cayenne-pipar á beikonið fyrir kitlandi kryddbragð, en það er þá best að gera strax eftir að sírópsblöndunni hefur verið penslað á.

  5. Takið beikonið út og leyfið því að standa í um eina mínútu svo að sykurbráðin nái að harðna ofurlítið utan á beikoninu og njótið svo í botn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka