Syndsamlegar sælkeradöðlur Júlíu

Döðlur eru fyrristaks snarl sem slá á sykurlöngunina.
Döðlur eru fyrristaks snarl sem slá á sykurlöngunina. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

Hér gef­ur að líta döðlur frá Júlíu Magnús­dótt­ur sem hún seg­ir að séu bæði sér­lega bragðgóðar auk þess sem þær slái al­gjör­lega á syk­urþörf­ina. Hún sjálf fái sér döðlur oft á kvöld­in og í úti­legu sem okk­ur finnst stór­snjallt og hér með köll­um við þess­ar upp­skrift­ir úti­legu­döðlur.

Júlía held­ur úti heimasíðunni Lifðu til fulls þar sem finna má fullt af sniðugum ráðum, upp­lýs­ing­ar um nám­skeiðin henn­ar og fleira snjallt. 

Syndsamlegar sælkeradöðlur Júlíu

Vista Prenta

Fyllt­ar döðlur í mis­mun­andi út­færsl­um

Möndu­smjör- og súkkulaðidöðlur

Þess­ar fæ ég mér yf­ir­leitt eft­ir kvöld­mat eða í úti­leg­una. Ein­fald­ar og slá á syk­urþörf­ina.

  • Me­djool-döðlur
  • möndl­u­smjör
  • súkkulaði frá Bal­ance

Pist­as­íu- og rósa­blaðadöðlur

Svo­lítið spari­leg­ar og kven­leg­ar


  • Me­djool-döðlur
  • kasjúhnetu­smjör
  • pist­asíu­hnet­ur, saxaðar
  • rósa­blöð (gjarn­an notuð í te)

Lakk­rís­döðlur

Aðeins fyr­ir þá sem eru lakk­rís­sjúk­ir.

  • Me­djool-döðlur
  • kæld kó­kos­mjólk eða kasjúhnetu­smjör (notið aðeins þykka hluta kó­kos­mjólk­ur ef hún verður fyr­ir val­inu)
  • lakk­ríssalt frá Salt­verk eða lakk­rís­duft frá Lakrids (fæst í Epal)

Mangó- og goji­döðlur

Holl­ar og góðar fyr­ir mangóaðdá­end­ur.

  • Me­djool-döðlur
  • þurrkað mangó, skorið í strimla (frá Him­neskri holl­ustu)
  • goji­ber

Aðferð:

  1. Skerið rifu þvers­um í döðluna og fjar­lægið stein­inn.
  2. Fyllið döðluna með möndl­u­smjöri eða ann­arri fyll­ingu.
  3. Brytjið súkkulaðimola í nokkra bita og raðið ofan á/ dreifið lakk­ríssalti eða rósa­blöðum yfir.


Holl­ráð: Ég kaupi me­djool-döðlurn­ar mín­ar í kassa frá Costco. Þær eru him­nesk­ar. Í staðinn fyr­ir möndlu- eða kasjúhnetu­smjör má nota tahini eða hnetu­smjör til að fylla döðluna.

Einstaklega huggulegt snarl.
Ein­stak­lega huggu­legt snarl. mbl.is/​Júlía Magnús­dótt­ir
Pistastíu- og rósablaðadöðlur.
Pistastíu- og rósa­blaðadöðlur. mbl.is/​Júlía Magnús­dótt­ir
Möndlusmjörs- og súkkulaðidöðlur.
Möndl­u­smjörs- og súkkulaðidöðlur. mbl.is/​Júlía Magnús­dótt­ir
Mangó- og gojiberjadöðlur.
Mangó- og goji­berja­döðlur. mbl.is/​Júlía Magnús­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert