Mini-aspasstykki fyrir einfalda tilveru

Einfalt og fljótlegt.
Einfalt og fljótlegt. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Við elsk­um ein­fald­ar lausn­ir eins og gef­ur að skilja og telj­um að lyk­ill­inn að far­sælu eld­hús­lífi sé mögu­lega fólg­inn í því að elda stund­um flók­inn mat en ör­lítið oft­ar eitt­hvað ein­falt og fljót­legt. 

Þessi aspa­stykki úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars eru gott dæmi um þtta. Hér tek­ur hún ein­fald­lega brauð sem hún kaup­ir út í búð og breyt­ir þeim í gott apsa­spartý. 

Al­gjör negla... enda elsk­ar þessi þjóð asp­as!

Mini-aspasstykki fyrir einfalda tilveru

Vista Prenta

Mini aspasstykki

  • 2 x skinku­myrja
  • 1 x skinku­bréf
  • 1 niðursoðin dós af asp­as
  • 3 msk maj­o­nes
  • 15 stk smá­brauð (bagu­ette)
  • rif­inn ost­ur
  • papriku­duft

Aðferð:

Afþýðið smá­brauðin, skerið vasa í hvert og fjar­lægið aðeins inn­an úr brauðinu til að koma vel af fyll­ingu fyr­ir.
Skerið skink­una í litla bita og hellið saf­an­um af asp­asin­um.
Blandið því næst skinku, asp­as, maj­o­nesi og skinku­myrju sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
Setjið blöndu í hvert smá­brauð (um það bil 2 góðar mat­skeiðar í hvert brauð).
Stráið rifn­um osti yfir og kryddið með papriku­dufti.
Bakið í um 15 mín­út­ur við 190°C eða þar til brauðið fer að brún­ast og ost­ur­inn að gyll­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert