Linda Björg Björnsdóttir er frekar flink þegar kemur að eldamennsku eins og aðdáendur The Gastro Truck vita. Við rákum hins vegar augun í þennan sjúklega lekkera partýrétt sem við fengum uppskriftina að.
Hér gefur að líta camembert með alls konar gúmmelaði sem ætti ekki að klikka. Tekur kannski 4 mínútur að undirbúa og volá! Njótið vel.
Partý-camembert sem slær í gegn
Partý-camembert sem slær í gegn
- 1 camembert
- 1 hvítlauksrif
- smá hvítvín ef til er – annars ólífuolía
- agave-hunang
- rúsínur og hnetur
Aðferð:
- Stingið nokkur göt á ostinn með gaffli.
- Stingið hvítlauksrifinu í miðjuna.
- Setjið ólífuolíuna eða hvítvínið yfir.
- Hellið slatta af agave-hunanginu á ostinn og sáldrið rúsínu- og hnetublöndunni yfir.
- Setjið inn í ofn og bakið þar til osturinn er orðinn mjúkur í gegn.