Partý-camembert sem slær í gegn

mbl.is/Linda Björg Björnsdóttir

Linda Björg Björns­dótt­ir er frek­ar flink þegar kem­ur að elda­mennsku eins og aðdá­end­ur The Gastro Truck vita. Við rák­um hins veg­ar aug­un í þenn­an sjúk­lega lekk­era partýrétt sem við feng­um upp­skrift­ina að.

Hér gef­ur að líta ca­m­em­bert með alls kon­ar gúm­melaði sem ætti ekki að klikka. Tek­ur kannski 4 mín­út­ur að und­ir­búa og volá! Njótið vel. 

Partý-camembert sem slær í gegn

Vista Prenta

Partý-ca­m­em­bert sem slær í gegn

  • 1 ca­m­em­bert
  • 1 hvít­lauksrif
  • smá hvít­vín ef til er – ann­ars ólífu­olía
  • aga­ve-hun­ang
  • rús­ín­ur og hnet­ur

Aðferð: 

  1. Stingið nokk­ur göt á ost­inn með gaffli. 
  2. Stingið hvít­lauksrif­inu í miðjuna. 
  3. Setjið ólífu­olí­una eða hvít­vínið yfir.
  4. Hellið slatta af aga­ve-hun­ang­inu á ost­inn og sáldrið rús­ínu- og hnetu­blönd­unni yfir. 
  5. Setjið inn í ofn og bakið þar til ost­ur­inn er orðinn mjúk­ur í gegn. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert