Sterk útgáfa af hægelduðu grísakjöti (pulled pork)

Þvílíkt sælgæti.
Þvílíkt sælgæti. mbl.is/Hanna Þóra

Þessi upp­skrift er form­lega það sem kalla skyldi „keppn­is". Hér gef­ur að líta sér­lega sæl­gæt­isút­gáfu af hæg­elduðu grísa­kjöti sem ætti að fá meðal­mann­inn til að gráta af gleði.

Það er Hanna Þóra sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift en inn á heimasíðunni henn­ar má fá enn ná­kvæm­ari leiðbein­ing­ar. 

Sterk útgáfa af hægelduðu grísakjöti (pulled pork)

Vista Prenta

Sterk út­gáfa af hæg­elduðu grísa­kjöti (pul­led pork)

Dug­ar fyr­ir 14-16 (þó ekki sem full máltíð)

Elda­mennsk­an tek­ur tvo sól­ar­hringa - und­ir­bún­ing­ur og eld­un. Ekki flók­inn rétt­ur en krefst skipu­lags.

Frá­bær rétt­ur og þægi­leg­ur – bara eitt sem er nauðsyn­legt…. vera skipu­lagður og byrja und­ir­bún­ing­inn tveim­ur sól­ar­hring­um áður en mat­ur­inn er fram­reidd­ur.

For­vinnsla

Krydd­blönd­una má laga löngu áður og sama má segja um chilimaukið og barbecu­esós­una.  Þegar kjötið er sett í lög­inn má búa barbecu­esós­una til eða jafn­vel fyrr þar sem hún geym­ist vel í kæli.

Kjöt

  • Rúm­lega 3 kg svína­hnakki (eða svína innra­læri)
  • Stór steikar­poki

Lög­ur/​pæk­ill

  • 2 dl síróp
  • 1½ dl salt
  • 2 lítr­ar heitt vatn

Krydd­blanda

  • 2 msk reykt papriku­duft
  • 1 msk cum­in
  • 2 tsk fenn­el fræ
  • 1 msk kórí­and­er
  • 2 – 3 hvít­lauksrif
  • 1 tsk cayenn­ep­ip­ar
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk mul­inn svart­ur pip­ar
  • 1 msk chili­duft

Barbiqu­esósa

  • 2 stk chili (það er allt í lagi þó að það sé ekki al­veg þurrt)
  • 1 gul­ur lauk­ur
  • 1 hvít­lauksrif
  • 1 gul­rót
  • 1 sell­e­rístilk­ur
  • ½ dl olía
  • ½ dl muscovado syk­ur (dökk­ur)
  • 2 tsk reykt papriku­duft
  • 1 dl tóm­at­púrra
  • 5 litl­ir tóm­at­ar – skorn­ir í bita
  • 1½ msk worcestersósa
  • ½ dl bal­sa­mik edik
  • Vatn af chilimauk­inu (sjá 7. í Barbecusesósa)
  • ½ – 1 msk reykt whisky (má sleppa)
  • Salt og pip­ar

Hug­mynd­ir að meðlæti

Heima­gert chilimajó

Rauðkál – skorið í þunn­ar sneiðar

Lime – skorið í báta

Salsa

Sal­at og græn­meti

Avóka­dósósa

Tortill­ur – Heima­gerðar tortill­ur

Ham­borg­ara­brauð – Heima­gerð ham­borg­ara­brauð

VERKLÝSING

Lög­ur

Allt sett í pott og hrært þar til sírópið og saltið er leyst upp (gott að hafa aðeins hita á hell­unni). Látið kólna. Kjötið sett í steikar­poka og blönd­unni hellt í pok­ann – reyna að ná öllu lofti úr og pok­an­um lokað. Látið standa í kæli 12 -14 klukku­stund­ir

Krydd­blanda

Öllu blandað sam­an og maukað í mat­vinnslu­vél

Barbecu­esósa

Chili sett á heita pönnu – látið vera þar í 3 – 4 mín­út­ur og snúið við reglu­lega svo það brenni ekki

Vatni hellt yfir (2 – 3 dl) og látið sjóða í 5 – 6 mín­út­ur með loki yfir

Chili tekið upp úr og látið kólna. Ekki henda vatn­inu – það má nota í pot­trétti eða sós­ur.  Ég hef oft notað það til að þynna sós­una

Stilk­ar tekn­ir af og chili fræhreinsuð.  Chili saxað mjög smátt eða sett í mat­vinnslu­vél – lagt til hliðar

Lauk­ur, hvít­lauk­ur, gul­rót og sell­e­rí sett í mat­vinnslu­vél og maukað aðeins

Olía sett í pott og blönd­unni hellt út í.  Steikt á meðal­hita þar til lauk­ur­inn og sell­e­ríið verður glans­andi – gott að hræra reglu­lega

Musca­ovado syk­ur, papriku­duft og tóm­at­púrra sett út í og hit­inn hækkaður í nokkr­ar mín­út­ur

Tómöt­um bætt við ásamt worcestersósu, balsam­e­diki, chil­isoðinu og aðeins af whisky (má sleppa) – látið sjóða í 30 mín­út­ur. Hræra í öðru hvoru – ef bland­an er of þurr er gott að setja aðeins meira af chil­isoðinu eða bara aðeins vatn

Maukað með töfra­sprota, kryddað með salti og pip­ar og látið malla á meðal­hita í 15 – 20 mín­út­ur þar til bland­an er orðin þykk

Steik­ing

Kjötið tekið úr kæli og leg­in­um hellt af. Þerrað með eld­húspapp­ír – einnig gott að þurrka aðeins inn­an úr pok­an­um

Krydd­blönd­unni makað á allt kjötið og það síðan sett aft­ur í steikar­pok­ann

Ofn­inn stillt­ur á 80°C og kjötið steikt í 12 – 16 klukku­stund­ir

Kjötið tekið úr pok­an­um og tætt í sund­ur með tveim­ur göffl­um

Ofn­inn hitaður í 200°C – barbecu­esósu dreift yfir og kjötið grillað þar til kom­inn er fal­leg­ur lit­ur.

Það fá ábyggilega margir fyrir hjartað þegar þeir sjá þetta.
Það fá ábyggi­lega marg­ir fyr­ir hjartað þegar þeir sjá þetta. mbl.is/​Hanna Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert