Er sumardrykkurinn í ár engifer mojitó?

Það er sérlega sjarmerandi að vera með sumardrykk í karöflu …
Það er sérlega sjarmerandi að vera með sumardrykk í karöflu eða könnu. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

Hér gef­ur að líta mojito sem er ör­lítið óvenju­leg­ur þar sem hann er með engi­fer­bragði. En góður er hann og ríf­ur vel í. Eig­in­lega er hann bara full­kom­inn þar sem sítr­ón­an, mint­an og allt hitt gúmmilaðið tón­ar svo vel sam­an. Hér er mögu­lega kom­inn sum­ar­drykk­ur­inn í ár. 

Er sumardrykkurinn í ár engifer mojitó?

Vista Prenta

Engi­fer mojito sem tryll­ir partýið

At­hugið að upp­skrift­in miðast við einn drykk. Gott er að marg­falda með 6-8 ef setja á í könnu. Drykk­ur­inn er jafn­góður ef ekki betri óá­feng­ur. 

  • 5 mintu­lauf
  • 2 sneiðar lime
  • 30 ml engi­fers­íróp
  • klaki
  • 60 ml romm
  • 90 ml sóda­vatn
  • fersk minta - skreyt­ing
  • li­mesneiðar - skreyt­ing
Engi­fers­íróp
  • 50 g ferskt engi­ferð, skrælt og saxað
  • 200 g syk­ur
  • 450 ml vatn

Aðferð:

Setjið engi­fer, syk­ur og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið und­ir og látið malla í 10 mín eða svo. Sigtið og látið kólna. 

Setjið mintu og lime í glas. Setjið 30 ml af sírópi sam­an við. Bætið við örðu lime og rommi og merjið vel sam­an. Bætið klaka sam­an við og toppið með sóda­vatni. Hrærið dryk­inn upp og skreytið. Njótið vel. 

Hver elskar ekki ferskan mojito?
Hver elsk­ar ekki fersk­an mojito? mbl.is/Í​ris Ann Sig­urðardótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert